Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann öruggan 87-67 sigur á kollegum sínum frá Danmörku í síðari æfingaleik liðanna í Keflavík í kvöld.
Líkt og í viðureign liðanna í gær höfðu íslensku strákarnir frumkvæðið og leiddu að loknum fyrsta fjórðungi 22-12. Enn bættu okkar menn í og í hálfleik var munurinn 25 stig, 54-29.
Haukur Helgi Pálsson skoraði 17 stig fyrir Ísland og Jakob Örn Sigurðarson 16 stig. Hlynur Bæringsson var atkvæðamikill undir körfunni sem fyrr með 14 stig og átta fráköst.
Íslensku strákarnir slökuðu aðeins á klónni í síðari hálfleik en sigurinn var aldrei í hættu. Munurinn í lokin var 20 stig, 87-67.
Karlalandsliðinu hefur gengið vel að undanförnu og unnu góða sigra gegn Makedónum og Svartfellingum á æfingamóti í Kína á dögunum. Framundan eru leikir gegn Búlgaríu og Rúmeníu í undankeppni Evrópukeppninnar árið 2015.
Aftur lágu Danir

Tengdar fréttir

Frábær troðsla Kristófers | Myndband
Í meðfylgjndi myndbroti frá Leikbrot.is má sjá frábæra takta Kristófers Acox í leik U-22 liðs Íslands gegn jafnöldrum sínum frá Danmörku í gær.

Fínn sigur á Dönum | Myndasyrpa
Íslenska karlalandsliðið í körfuknattleik vann öruggan sigur á kollegum sínum frá Danmörku 83-59 í æfingaleik í Ásgarði í Garðabæ í kvöld.