Kolbeinn Höður Gunnarsson vann öruggan sigur í 200 m karla en sló ekki aldursflokkametið í greininni.
Kolbeinn hljóp á 20,68 sekúndum og kom langfyrstur í mark. Hann var aðeins þrettán hundraðshlutum úr sekúndu frá Íslandsmeti 18-19 ára í greininni.
Kolbeinn fagnaði sigri í 100 m hlaupi, 400 m hlaupi og 4x100 m boðhlaupi í gær og hefur því fengið fern gullverðlaun alls.
Blake Jakobsson sigraði í kringlukasti karla í morgun og Sveinbjörg Zophaníasdóttir í kúluvarpi kvenna. Þá varð Hlynur Andrésson hlutskarpastur í 5000 m hlaupi.
200 m hlaup:
1. Kolbeinn Höður Gunnarsson, UFA 21,68 sek.
2. Ívar Kristinn Jasonarson, ÍR 22,42
3. Helgi Björnsson, ÍR 22,51
Kringlukast karla:
1. Blake Thomas Jakobsson, FH 50,98 m
2. Örn Davíðsson, FH 45,70
3. Stefán Árni Hafsteinsson, ÍR 44,54
5000 m hlaup karla:
1. Hlynur Andrésson, ÍR 15:26,68 mín
2. Arnar Pétursson, ÍR 15:33,57
3. Ármann Eydal Albertsson, íR 15:46,94
Kúluvarp kvenna:
1. Sveinbjörg Zophaníasdóttir, FH 12,78 m
2. Ásgerður Jana Ágústsdóttir, UFA 11,14
3. Ágústa Tryggvadóttir, HSK 11,05
Fjórða gullið hjá Kolbeini

Tengdar fréttir

Mark reyndi við Íslandsmetið
ÍR-ingurinn Mark Johnson vann öruggan sigur í stangarstökki karla á Meistaramótinu á Akureyri eftir að hafa stokkið yfir 5,15 m.

Óðinn Björn vann öruggan sigur
Ólympíufarinn Óðinn Björn Þorsteinsson vann öruggan sigur í kúluvarpi á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri.

Guðmundur átti besta afrek dagsins
Frábær árangur náðist í mörgum greinum á Meistaramóti Íslands í frjálsíþróttum á Akureyri en síðari keppnisdagur fer fram í dag.