Söngkonan Britney Spears var heldur betur sumarleg á bláa dreglinum þegar kvikmyndin The Smurfs 2 var frumsýnd í Kaliforníu í gær.
Britney, sem syngur lagið Ooh La La í myndinni, klæddist fagurbláum kjól frá Herve Leger en við hann var hún í hælum frá Saint Laurent og með eyrnalokka frá Chris Aire.
Allir í banastuði.Britney tók syni sína Sean, sjö ára, og Jayden, sex ára, með og þeir virtust vera afar spenntir að sjá myndina með móður sinni.