Getur Usain Bolt bætt sig frekar? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 29. júlí 2013 10:14 Bolt í Berlín árið 2009. Nordicphotos/Getty Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér. Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sjá meira
Heimsmet Jamaíkamannsins Usain Bolt í 100 metra hlaupi, 9,58 sekúndur, hefur staðið óhreyft í fjögur ár. Skiptar skoðanir eru á möguleikum Bolt til að bæta met sitt í framtíðinni.Á heimasíðu BBC er fjallað um eðlisfræðilegar rannsóknir á árangri Bolt. Vísindamenn þar vísa í stærðfræðilegt líkan sem þeir segja sýna það afl og orku sem Bolt hafi þurft á að halda til að vinna gegn vindmótstöðu sem í raun sé meiri vegna þess hve hávaxinn kappinn sé. Bolt er 195 sentimetrar á hæð sem hefur til þess verið talið honum til tekna í hlaupinu, réttilega. Hann er afar skreflangur en vísindamennirnir fullyrða að hæðin auki vindmótstöðuna gífurlega. Samkvæmt líkani þeirra náði Bolt mest 12,2 m/s hraða eða um 44 km/klst. Bolt notaði mest afl (orka á tímaeiningu) þegar aðeins ein sekúnda var liðin af hlaupinu. Þá hafði hann hins vegar aðeins náð um helmingnum af þeim hraða sem hann mest náði og áður var nefndur.Usain Bolt í Berlín.Nordicphotos/GettyVísindamennirnir segja þetta sýna hversu rosalega stórt hlutverk vindmótstaðan leikur. Aðeins um 8% af orkunni sem Bolt fékk úr vöðvum sínum gat hann nýtt í hreina hreyfingu. Afgangurinn, heil 92%, fór í að vinna á móti vindmótstöðunni. John Barrow við háskólann í Cambridge segir að Bolt geti enn aukið hraða sinn og bætt metið sitt frá því í Berlín 2009. Verði Bolt örlítið fljótari upp úr blokkunum, fái hann örlítið meiri meðvind og ef hlaupið fer fram hærra yfir sjávarmáli sé möguleikinn fyrir hendi. Meðvindur Bolt í Berlín var 0,9 m/s en má mest vera 2,0 m/s til þess að met séu gild.Bolt hefur rakað inn verðlaunum í 100 metra, 200 metra og boðhlaupum undanfarin ár.Nordicphotos/GettyBlaðamaður Guardian, Sean Ingle, heldur því hins vegar fram í pistli sem birtur var í gær að Usain Bolt muni aldrei komast nærri heimsmeti sínu aftur. Í stuttu máli byggir Ingle skoðun sína á því að Bolt hafi í raun unnið allt sem hægt sé að vinna. Þá séu keppinautar hans að heltast úr lestinni eftir að hafa fallið á lyfjaprófi auk þess sem Bolt hefur lent í meiri meiðslum undanfarin misseri en á hátindinum árið 2009.Greinina má sjá hér.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Fótbolti Albert sagður á óskalista Everton og Inter Fótbolti Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Fótbolti Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Körfubolti Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Körfubolti Sara Björk skoraði tvö í stórsigri Fótbolti Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Sport Lena Margrét til Svíþjóðar Handbolti Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Enski boltinn Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Fótbolti Fleiri fréttir Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Heimsmeistarinn fyrrverandi þarf gervifætur til þess að geta gengið eðlilega Stórt skref en KSÍ í kapphlaupi við tímann Dagskráin í dag: Nágrannaslagur í Njarðvík, Jókerinn og Íslendingalið Fortuna Albert sagður á óskalista Everton og Inter Lena Margrét til Svíþjóðar Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni Sara Björk skoraði tvö í stórsigri KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Fór holu í höggi á LPGA mótaröðinni Bellingham í efsta sæti listans en Ísak Bergmann er áttundi Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sjá meira