Blake Thomas Jakobsson, María Rún Gunnlaugsdóttir, Stefanía Valdimarsdóttir og Sveinbjörg Zophoníasdóttir verða á meðal keppenda á Evrópumeistaramóti 22 ára og yngri í frjálsum íþróttum í Finnlandi næstu daga.
Keppt er í bænum Tampere og ríður Blikamærin Stefanía á vaðið í undanriðlum í 400 metra grindahlaupi á morgun. Síðar um daginn keppir FH-ingurinn Blake í undankeppninni í kringlukasti.
Fjölþrautarkonurnar María Rún úr Ármanni og Sveinbjörg úr FH keppa svo um helgina. Hægt er að fylgjast með mótinu á heimasíðu þess.
Fjögur fræknu til Finnlands
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið

Fjögur lið sýnt LeBron áhuga
Körfubolti



Chelsea pakkaði PSG saman
Fótbolti


Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur
Enski boltinn


Lengri heimferð bíður KR-inga og Egill kallar eftir Akraborginni
Íslenski boltinn

