Tvennskonar Game of Thrones-ferðir á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. júlí 2013 12:20 Frá tökum á Íslandi í fyrra. MYND/VILHELM Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland. Game of Thrones Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira
Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland.
Game of Thrones Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Innlent Fleiri fréttir Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Þak flettist af húsi í Sandgerði Bátur kastaðist upp á bryggju í hamfaraveðri í Sandgerði Sjór, grjót og þari ganga yfir veginn um Kjalarnes Stór alda skall á óheppinn myndatökumann Gjöf Gorbatsjovs til Davíðs Oddssonar seld á eina og hálfa milljón „Algjör gjörbreyting á alþjóðakerfinu“ Ný og glæsileg lögreglustöð í Vík í Mýrdal Sjá meira