Tvennskonar Game of Thrones-ferðir á Íslandi Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 10. júlí 2013 12:20 Frá tökum á Íslandi í fyrra. MYND/VILHELM Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland. Game of Thrones Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Ferðafyrirtækin The Traveling Viking og Iceland Travel munu bjóða upp á sérstakar Game of Thrones-ferðir til Íslands næsta vetur þar sem tökustaðir á Mývatni verða sóttir heim. Þá býður breska ferðafyrirtækið Discover the World upp á samskonar ferðir um tökustaði á Suðurlandi. Íslenskt landslag var áberandi í annarri og þriðju þáttaröð Game of Thrones en útlit þáttanna hefur fengið mikið lof. Á Íslandi hafa tökur meðal annars farið fram í nágrenni Vatnajökuls, Snæfellsjökuls og Mývatns. The Traveling Viking og Iceland Travel settu ferðirnar í sölu á mánudaginn var og að sögn Rósu Stefánsdóttur hjá Iceland Travel hafa viðbrögðin farið fram úr öllum vonum. Hún segir að aðdáendahópur þáttanna sé stór og hugmyndin hitti því beint í mark. Ferðirnar verða einungis í boði yfir vetrartímann svo ferðamennirnir fá stemninguna „handan veggsins“ beint í æð með leiðsögumanni sem vísar þeim um svæðið. „Við urðum vör við mikinn áhuga á Íslandi þegar tökuliðið var statt hér á landi. Því sáum við tækifæri í að bjóða upp á ferðir til að skoða tökustaði Game of Thrones. Einnig viljum við vinna að því takmarki að gera Ísland að ferðamannastað allt árið og bjóða ferðamenn velkomna yfir vetrartímann. Þú náttúrlega upplifir ekki þessa Game of Thrones tilfinningu almennilega nema að vetrarlagi á Íslandi,“ segir Rósa. Ferðir Discover the World um Suðurland eru einnig til þess gerðar að fólk kynnist svæðinu „handan veggsins“, en verða með töluvert öðru sniði. Þar keyra ferðamennirnir sjálfir um á bílaleigubíl eftir leiðbeiningum og heimsækja staði eins og Vatnajökul, Jökulsárlón, Skóga, - og Seljalandsfoss og Bláa Lónið. Game of Thrones sjónvarpsþættirnir hafa notið mikilla vinsælda víða um heim síðustu misseri og var þriðja þáttaröð þáttanna sú vinsælasta í sögu HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þá settu aðdáendur þáttanna heimsmet í ólöglegu niðurhali meðan á sýningum á þriðju þáttaröðinni stóð.Hér er hægt að fá frekari upplýsingar um Game of Thrones ferðir Iceland Travel og The Traveling Viking um Norðurland, og hér um ferðir Discover the World um Suðurland.
Game of Thrones Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira