Láta veðrið ekki á sig fá Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 13. júlí 2013 11:53 Frá hlaupinu í fyrra. Þá viðraði mun betur en í ár. Galvaskir hlaupakappar láta veðrið þó ekki á sig fá. Hið árlega Laugavegshlaup var ræst í Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlaupararnir láta veðrið ekki á sig fá, en hlaupaleiðin er köld og blaut. Galvaskir hlauparar lögðu af stað í rútu í Landmannalaugar klukkan hálf fimm í morgun og hófu hlaup sín klukkan níu. Þessi vinsæla gönguleið um íslensk öræfi er 55 kílómetra löng og venjan er að ganga hana á fjórum dögum. Fljótustu hlaupararnir gera sér aftur á móti lítið fyrir og hlaupa vegalengdina á fimm til sex tímum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun. Hlaupararnir þurfa ekki aðeins að berjast við mikla hækkun á leiðinni heldur eru veðuraðstæður mun erfiðari en verið hefur síðustu ár. Leiðin er köld og blaut, og mikill snjór á efsta punkti leiðarinnar við Hrafntinnusker og nágrenni. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri, segir hlauparana vera í toppformi og láti veðrið alls ekki setja strik í reikninginn. Fólk hafi einfaldlega búið sig eftir veðri. „Veðrið er nú ekki alveg upp á sitt besta, það snjóaði við Hrafntinnusker og það er mikill snjór þarna upp frá. En þetta fólk sem er vant ýmsum aðstæðum, er vel þjálfað og hefur ekki áhyggjur af þessu,“ segir Svava. Alls hlaupa 306 hlauparar leiðina í ár, 89 konur og 217 karlar. Fjöldi erlendra þáttakenda hefur aldrei verið meiri, en 126 einstaklingar af 27 mismunandi þjóðernum taka þátt í dag. Aldur þátttakenda er frá 22 ára til 72 ára. Von er á fyrstu hlaupurunum í mark í Þórsmörk á milli eitt og tvö í dag. Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira
Hið árlega Laugavegshlaup var ræst í Landmannalaugum klukkan níu í morgun. Hlaupararnir láta veðrið ekki á sig fá, en hlaupaleiðin er köld og blaut. Galvaskir hlauparar lögðu af stað í rútu í Landmannalaugar klukkan hálf fimm í morgun og hófu hlaup sín klukkan níu. Þessi vinsæla gönguleið um íslensk öræfi er 55 kílómetra löng og venjan er að ganga hana á fjórum dögum. Fljótustu hlaupararnir gera sér aftur á móti lítið fyrir og hlaupa vegalengdina á fimm til sex tímum. Það er því aðeins fyrir vel æfða hlaupara að taka þátt í þessari miklu þolraun. Hlaupararnir þurfa ekki aðeins að berjast við mikla hækkun á leiðinni heldur eru veðuraðstæður mun erfiðari en verið hefur síðustu ár. Leiðin er köld og blaut, og mikill snjór á efsta punkti leiðarinnar við Hrafntinnusker og nágrenni. Svava Oddný Ásgeirsdóttir, hlaupstjóri, segir hlauparana vera í toppformi og láti veðrið alls ekki setja strik í reikninginn. Fólk hafi einfaldlega búið sig eftir veðri. „Veðrið er nú ekki alveg upp á sitt besta, það snjóaði við Hrafntinnusker og það er mikill snjór þarna upp frá. En þetta fólk sem er vant ýmsum aðstæðum, er vel þjálfað og hefur ekki áhyggjur af þessu,“ segir Svava. Alls hlaupa 306 hlauparar leiðina í ár, 89 konur og 217 karlar. Fjöldi erlendra þáttakenda hefur aldrei verið meiri, en 126 einstaklingar af 27 mismunandi þjóðernum taka þátt í dag. Aldur þátttakenda er frá 22 ára til 72 ára. Von er á fyrstu hlaupurunum í mark í Þórsmörk á milli eitt og tvö í dag.
Mest lesið Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Innlent Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Erlent Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Innlent „Þetta var óvenjuleg ræða“ Innlent Ákærði hálfur Íslendingur: Játaði morðið á Instagram tveimur vikum eftir það Erlent Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Verða bílveikari í rafbílum Innlent Hélt ræðu gráti nær Innlent Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Erlent Fleiri fréttir Borgin leggur bílstjórum línurnar Rafmagnslaust víða á höfuðborgarsvæðinu Hélt ræðu gráti nær Gripnir glóðvolgir með íslensk lundaegg í Hollandi Stúdentar leggjast gegn sameiningunni Ekki slys á gangandi vegfaranda í „hættulegum beygjuvösum“ í tuttugu ár Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Nýtt stjórnsýslustig framhaldsskóla: „Þetta er eins og vont trúðaleikrit“ Bein útsending: Gervigreind og vísindamiðlun Gular viðvaranir vegna úrkomu og aukin skriðuhætta Aðferðum svipi til þeirra hjá Quang Le Leiðbeinandinn á Múlaborg í gæsluvarðhaldi í mánuð í viðbót Jarðvarmi enn mikilvægari en áður var talið Hyggst leggja af jafnlaunavottun í núverandi mynd Framkvæmdum að ljúka á gatnamótum sem gera Árbæinga gráhærða Bein útsending: Jarðhiti jafnar leikinn Látinn laus en rannsókn enn í fullum gangi „Ég var svolítið bara sett til hliðar“ Sýknudómur í máli Aðalsteins gegn Páli stendur Séra Yrsa Þórðardóttir er látin Æ fleiri Íslendingar velja að eignast ekki börn Áflog og miður farsæl eldamennska Verða bílveikari í rafbílum „Þetta var óvenjuleg ræða“ Fagnar því að sjá Pírata mælast á þingi og útilokar ekki formannsframboð Drónaflugin geti valdið mikilli röskun og miklu tjóni Tæp 68 prósent barna í 2. bekk með aldurssvarandi hæfni í lestri Holskefla í kortunum Bílslys í Laugardal „Við erum notuð sem hræðsluáróður fyrir verðandi foreldra“ Sjá meira