"Aníta er í skýjunum" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 14. júlí 2013 14:10 Mynd/Samsett „Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom, sá og sigraði í úrslitahlaupinu í Donetsk í dag. Hún kom í mark á tímanum 2:01,13 mínútur og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppenda. „Henni leið vel í upphituninni og var mjög vel stemmd. Ég fann að hún var aðeins þreytt í fyrsta hlaupinu, hún var mun betri í fyrradag og var mjög vel stemmd núna," segir Gunnar Páll. Fyrri hringurinn í Donetsk var mjög hraður en Aníta hjóp hann á 58,25 sekúndum. „Hún ætlaði ekki að fara alveg svona hratt en hinir keppendurnir pressuðu á það. Ég sagði við hana að ef fyrri hringurinn yrði mjög hraður þá myndi hún þola það best af þeim öllum." Þegar Aníta ætlaði að taka fram úr að loknum fyrsta hring virtust keppendur ýta hvor öðrum. Óhætt er að segja að blaðamanni hafi ekki staðið á sama.„Það voru smá stimpingar en það var viðbúið. Stóra málið er að örvænta ekki jafnvel þótt maður lokist inni á milli keppenda í smá stund. Það gerðist reyndar ekki," segir Gunnar Páll. Dagskipunin hafi verið að nota næstu þrjátíu metra til að bregðast við því. Ekki bregðast strax við með látum heldur vinna úr því. Gunnar Páll segir mikla vinna og skipulagningu liggja að baki árangrinum. „Við ætluðum að vera í toppformi hér, það var aðalmarkmiðið í ár og frábært þegar svoleiðis gengur upp." Heimsmeistarinn Aníta var önnum kafinn að veita viðtöl við fréttamenn í Donetsk. Gunnar Páll sagði að hún væri í skýjunum með árangurinn. „Það er verðlaunaafhending framundan. Það verður gaman að henni líka. Sjá fánann og heyra þjóðsönginn." Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira
„Hún sýndi algjörlega styrk sinn og okkar áætlun gekk alveg upp," segir Gunnar Páll Jóakimsson, þjálfari heimsmeistarans í 800 metra hlaupi kvenna 17 ára og yngri Anítu Hinriksdóttur.Aníta kom, sá og sigraði í úrslitahlaupinu í Donetsk í dag. Hún kom í mark á tímanum 2:01,13 mínútur og var um tveimur sekúndum á undan næsta keppenda. „Henni leið vel í upphituninni og var mjög vel stemmd. Ég fann að hún var aðeins þreytt í fyrsta hlaupinu, hún var mun betri í fyrradag og var mjög vel stemmd núna," segir Gunnar Páll. Fyrri hringurinn í Donetsk var mjög hraður en Aníta hjóp hann á 58,25 sekúndum. „Hún ætlaði ekki að fara alveg svona hratt en hinir keppendurnir pressuðu á það. Ég sagði við hana að ef fyrri hringurinn yrði mjög hraður þá myndi hún þola það best af þeim öllum." Þegar Aníta ætlaði að taka fram úr að loknum fyrsta hring virtust keppendur ýta hvor öðrum. Óhætt er að segja að blaðamanni hafi ekki staðið á sama.„Það voru smá stimpingar en það var viðbúið. Stóra málið er að örvænta ekki jafnvel þótt maður lokist inni á milli keppenda í smá stund. Það gerðist reyndar ekki," segir Gunnar Páll. Dagskipunin hafi verið að nota næstu þrjátíu metra til að bregðast við því. Ekki bregðast strax við með látum heldur vinna úr því. Gunnar Páll segir mikla vinna og skipulagningu liggja að baki árangrinum. „Við ætluðum að vera í toppformi hér, það var aðalmarkmiðið í ár og frábært þegar svoleiðis gengur upp." Heimsmeistarinn Aníta var önnum kafinn að veita viðtöl við fréttamenn í Donetsk. Gunnar Páll sagði að hún væri í skýjunum með árangurinn. „Það er verðlaunaafhending framundan. Það verður gaman að henni líka. Sjá fánann og heyra þjóðsönginn."
Frjálsar íþróttir Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Sjá meira