Íslenski boltinn

Austria Vín bíður FH-inga

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
FH mun mæta austurrísku meisturunum í Austria Vín ef liðið kemst áfram í næstu umferð forkeppni Meistaradeildar UEFA.

Dregið var í þriðju umferð forkeppninnar í morgun en FH stendur vel að vígi í annarri umferðinni eftir 1-0 sigur á Ekranas í fyrri viðureigninni í Litháen. Liðin mætast í Kaplakrika á þrijðudagskvöld.

Leikirnir fara fram dagana 30. og 31. júlí annars vegar og 6. og 7. ágúst hins vegar.

Ólafur Ingi Skúlason og félagar í belgíska liðinu Zulte Waregem mæta PSV Eindhoven frá Hollandi og Elfsborg frá Svíþjóð, með Skúla Jón Friðgeirsson innanborðs, mætir líklega Celtic frá Skotlandi ef úrslit í annarri umferð verða eftir bókinni.

Uppfært: Einnig hefur verið dregið í þriðju umferð forkeppni Evrópudeildar UEFA.

ÍBV mætir annað hvort Chornomorets Odesa frá Úkraínu eða Dacia Chisinau frá Moldóvu í næstu umferð ef Eyjamenn slá út Rauðu stjörnuna. ÍBV tapaði fyrri leiknum ytra í gærkvöldi, 2-0.

KR mætir annað hvort Skoda Xhanti frá Grikklandi eða Linfield frá Norður-Írlandi ef KR-ingar slá út Standard Liege. KR tapaði fyrri leiknum á heimavelli í gær, 3-1.

Breiðablik mætir annað hvort Hödd frá Noergi eða Aktobe frá Kasakstan ef Blikar slá út Sturm Graz. Liðin gerðu markalaust jafntefli á Kópvogsvellinum í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×