Umfjöllun og viðtöl: Breiðablik - Stjarnan 1-2 | 8 stiga forskot í EM-fríinu Stefán Árni Pálsson á Kópavogsvelli skrifar 1. júlí 2013 11:46 Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og tók þessar myndir sem má sjá hér fyrir ofan. Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum. Blikar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn og voru í vandræðum með varnarleik Stjörnunnar. Þegar leið á leikinn varð framlína Stjörnunnar alltaf hættulegri og hættulegri sem endaði með fínu marki frá Danka Podovac. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, komst í gegnum vörn Blika og náði fínu skoti á markið sem Mist Elíasdóttir varði út í teiginn. Danka var þar mætt og kom boltanum auðveldlega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins hressust þær grænu umtalsvert við og fóru að sækja á markið af krafti. Stjarnan féll örlítið til baka og þetta nýttu Blikastúlkur sér ágætlega til að byrja með. Þegar leið á síðari hálfleikinn tóku gestirnir aftur völdin á vellinum og náðu að skora sitt annað mark þegar Harpa Þorsteinsdóttir mokaði boltanum í netið eftir mikið klafs innan vítateigs hjá Breiðablik. Markið kom eftir fína hornspyrnu frá Danka Podovac. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Harpa Þorteinsdóttir beint rautt spjald fyrir atvik sem gerðist innan vítateigs Blika. Hún átti að hafa brotið á markverði Breiðabliks Mist Elíasdóttur, en fáir sáu umrætt atvik. Stjarnan var því einum leikmanni færri út leiktímann. Blikar náðu að nýta sér liðsmuninn þegar venjulegum leiktíma var að ljúka en þá gerði Greta Mjöll Samúelsdóttir frábært mark með þrumuskoti fyrir utan vítateig en lengra komust Blikar ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna. Stjarnan er því sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 27 stig, átta stigum á undan Breiðablik sem hefur 19 stig. Harpa og Ásgerður: Liðsheildin skilar þessum árangri„Það er fínt að klára fyrri umferðina á þessum nótum og við förum glaðar inn í mótið,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Harpa Þorteinsdóttir fékk fyrsta spjaldið sem Stjarnan hefur fengið á sig á tímabilinu þegar hún fékk beint rautt spjald í síðari hálfleiknum fyrir brot á Mist Elíasdóttur, markverði Breiðabliks. „Hún fíflaði mig bara útaf,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. „Hún [Mist Elíasdóttir] var búin að vera sparka í mig allan leikinn og stóð oft ofan á ristinni á mér í föstum leikatriðum svo þetta fór í skapið á mér og ég féll fyrir þessu.“ „Ég átti ekki skilið að fá rautt spjald þarna frekar en hún en auðvitað átti maður bara að leiða þetta hjá sér.“ „Það sem hefur skilað þessum árangri er bara frábær liðsheild. Við erum að spila vel frá fremsta manni til aftasta og allt liðið að ná vel saman,“ sagði Harpa. „Við héldum bara haus í lokin, duttum kannski aðeins of langt niður og þá kom þetta mark frá Gretu [Samúelsdóttir] sem var reyndar alveg frábært,“ sagði Ásgerður. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við þær báðar hér að ofan. Hlynur: Átta stig of mikill munur„Ég er bara hundsvekktur og mjög tapsár,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Ég er bara mjög ósáttur að hafa misst þær frá okkur, það var ekki ætlunin en mér fannst við eiga skilið eitt stig út úr þessum leik.“ Það fóru nokkur orð á milli þjálfara liðanna eftir leik. „Ég ætlaði bara að þakka Láka [Þorláki Árnasyni] kurteisilega fyrir leikinn en þá er ég sakaður um það að vera skíta andstæðinginn út fyrir leikinn. Það eina sem ég benti á fyrir leik var að Stjarnan hafði ekki fengið eitt einasta spjald dæmt á sig í mótinu hingað til, það er mögnuð tölfræði.“ „Átta stiga munur á liðunum er bara of mikill munur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira
Stjarnan vann þægilegan sigur á Breiðablik, 2-1, í 9. umferð Pepsi deildar kvenna í fótbolta en leikurinn fór fram á Kópavogsvelli. Stjarnan er því komið með 27 stig á toppi deildarinnar, áttu stigum á undan næstu liðum sem eru ÍBV og Breiðablik. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á leiknum og tók þessar myndir sem má sjá hér fyrir ofan. Stjarnan var mun betri aðilinn í leiknum frá fyrstu mínútu og réðu lögum og lofum í fyrri hálfleiknum. Blikar náðu ekki að setja mark sitt á leikinn og voru í vandræðum með varnarleik Stjörnunnar. Þegar leið á leikinn varð framlína Stjörnunnar alltaf hættulegri og hættulegri sem endaði með fínu marki frá Danka Podovac. Harpa Þorsteinsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, komst í gegnum vörn Blika og náði fínu skoti á markið sem Mist Elíasdóttir varði út í teiginn. Danka var þar mætt og kom boltanum auðveldlega í netið. Staðan var 1-0 í hálfleiknum. Í upphafi síðari hálfleiksins hressust þær grænu umtalsvert við og fóru að sækja á markið af krafti. Stjarnan féll örlítið til baka og þetta nýttu Blikastúlkur sér ágætlega til að byrja með. Þegar leið á síðari hálfleikinn tóku gestirnir aftur völdin á vellinum og náðu að skora sitt annað mark þegar Harpa Þorsteinsdóttir mokaði boltanum í netið eftir mikið klafs innan vítateigs hjá Breiðablik. Markið kom eftir fína hornspyrnu frá Danka Podovac. Þegar rúmlega tuttugu mínútur voru eftir af leiknum fékk Harpa Þorteinsdóttir beint rautt spjald fyrir atvik sem gerðist innan vítateigs Blika. Hún átti að hafa brotið á markverði Breiðabliks Mist Elíasdóttur, en fáir sáu umrætt atvik. Stjarnan var því einum leikmanni færri út leiktímann. Blikar náðu að nýta sér liðsmuninn þegar venjulegum leiktíma var að ljúka en þá gerði Greta Mjöll Samúelsdóttir frábært mark með þrumuskoti fyrir utan vítateig en lengra komust Blikar ekki og niðurstaðan því 2-1 sigur gestanna. Stjarnan er því sem fyrr í efsta sæti deildarinnar með 27 stig, átta stigum á undan Breiðablik sem hefur 19 stig. Harpa og Ásgerður: Liðsheildin skilar þessum árangri„Það er fínt að klára fyrri umferðina á þessum nótum og við förum glaðar inn í mótið,“ sagði Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, eftir leikinn í kvöld. Harpa Þorteinsdóttir fékk fyrsta spjaldið sem Stjarnan hefur fengið á sig á tímabilinu þegar hún fékk beint rautt spjald í síðari hálfleiknum fyrir brot á Mist Elíasdóttur, markverði Breiðabliks. „Hún fíflaði mig bara útaf,“ sagði Harpa Þorsteinsdóttir eftir leikinn. „Hún [Mist Elíasdóttir] var búin að vera sparka í mig allan leikinn og stóð oft ofan á ristinni á mér í föstum leikatriðum svo þetta fór í skapið á mér og ég féll fyrir þessu.“ „Ég átti ekki skilið að fá rautt spjald þarna frekar en hún en auðvitað átti maður bara að leiða þetta hjá sér.“ „Það sem hefur skilað þessum árangri er bara frábær liðsheild. Við erum að spila vel frá fremsta manni til aftasta og allt liðið að ná vel saman,“ sagði Harpa. „Við héldum bara haus í lokin, duttum kannski aðeins of langt niður og þá kom þetta mark frá Gretu [Samúelsdóttir] sem var reyndar alveg frábært,“ sagði Ásgerður. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við þær báðar hér að ofan. Hlynur: Átta stig of mikill munur„Ég er bara hundsvekktur og mjög tapsár,“ sagði Hlynur Svan Eiríksson, þjálfari Breiðabliks, eftir leikinn. „Ég er bara mjög ósáttur að hafa misst þær frá okkur, það var ekki ætlunin en mér fannst við eiga skilið eitt stig út úr þessum leik.“ Það fóru nokkur orð á milli þjálfara liðanna eftir leik. „Ég ætlaði bara að þakka Láka [Þorláki Árnasyni] kurteisilega fyrir leikinn en þá er ég sakaður um það að vera skíta andstæðinginn út fyrir leikinn. Það eina sem ég benti á fyrir leik var að Stjarnan hafði ekki fengið eitt einasta spjald dæmt á sig í mótinu hingað til, það er mögnuð tölfræði.“ „Átta stiga munur á liðunum er bara of mikill munur.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið „Öllum í ensku úrvalsdeildinni er illa við Man United“ Enski boltinn Ronaldo trúlofaður Fótbolti Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Handbolti „Dóri verður að hætta þessu væli“ Íslenski boltinn Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Enski boltinn Duplantis bætti heimsmetið enn á ný Sport Isak ætlar aldrei að spila fyrir Newcastle aftur Enski boltinn Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Íslenski boltinn Toppurinn á ferlinum hingað til en getur gert betur Sport „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Leik lokið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Leik lokið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Leik lokið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Uppgjörið: Víkingur - Stjarnan 2-4 | Stjarnan sigraði Víking í viðburðarríkum leik Hallgrímur: Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast Uppgjörið: Valur - Breiðablik 2-1 | Dramatískt sigurmark Vals í uppbótartíma Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Uppgjörið: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild McLagan framlengir við Framara Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fékk rautt spjald fyrir að toga í hár mótherja Uppgjörið: Þróttur - Víkingur 2-1 | Heimakonur unnu Reykjavíkurslaginn Sjá meira