Alvarlegt slys varð á veðreiðum um daginn þegar knapinn Brian Toomey féll af baki með skelfilegum afleiðingum.
Toomey lenti mjög illa og slasaðist alvarlega á höfði. Hann liggur nú inn á gjörgæslu og er í lífshættu.
Toomey er einn besti knapi Bretlandseyja og hefur unnið 49 keppnir síðan 2008.
