45 ára gamall Breti missti sig í gleðinni þegar Andy Murray tryggði sér sigur í einliðaleik karla á Wimbledon-mótinu í tennis í gær.
Bretinn var um borð í glæsilegri skútu á suðurströnd Englands þegar Skotinn lagði Novak Djokovic að velli. Sá breski beið ekki boðanna heldur stakk sér til sunds í sjónum. Við lendinguna fór hann hins vegar úr axlarlið en tókst þó að koma sér aftur að skútunni.
Björgunarbátur var sendur eftir kappanum og hann fluttur á næsta spítala.
Fagnaði sigri Murray en fór úr axlarlið
Kolbeinn Tumi Daðason skrifar

Mest lesið


Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna
Körfubolti



Fernandes tilbúinn að fara ef United vill græða á honum
Enski boltinn


„Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“
Körfubolti

Amorim vildi ekki ræða framtíðina
Fótbolti

