Framhaldi myndarinnar Anchorman: The Legend of Ron Burgundy hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu, og nú hefur fyrsta stiklan úr framhaldsmyndinni, Anchorman 2: The Legend Continues, verið birt.
Líkt og í fyrri myndinni er það Will Ferrell sem leikur skeggprúða fréttamanninn Ron Burgundy, en í öðrum hlutverkum eru Christina Applegate, Paul Rudd, Steve Carell og fleiri.
Myndin gerist í upphafi 9. áratugarins og segir frá því þegar Burgundy ræður sig til starfa hjá fréttastöð sem sendir út allan sólarhringinn.
Anchorman 2: The Legend Continues er frumsýnd vestanhafs þann 20. desember, og sýnishornið má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Bíó og sjónvarp