Sjöunda hljóðversplata Sigur Rósar, Kveikur, kom út í fyrradag og rýkur nú upp vinsældarlistana.
Platan er áberandi á listum vefverslunarinnar iTunes yfir tíu vinsælustu plöturnar, og er meðal annars sjáanleg bæði á breska og bandaríska listanum, í áttunda og tíunda sæti.
Kveikur er önnur vinsælasta plata iTunes í Portúgal, þriðja í Noregi og á Ítalíu, og fjórða á spáni og í Danmörku.
Platan er önnur plata Sigur Rósar sem tríó, en meðlimir voru einnig þrír á frumburði sveitarinnar, Von, sem kom út árið 1997.
