Vill fleiri kvenhetjur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 6. júní 2013 18:50 Scarlett Johansson var hörð í horn að taka í The Avengers. Joss Whedon, leikstjóri The Avengers, segir þörf á fleiri kvenhetjum í kvikmyndum. Hann segist vera orðinn pirraður á skorti á sterkum fyrirmyndum fyrir stúlkur og vonast til þess að vinsældir seríunnar um Hungurleikana marki upphaf breytinga. „Leikfangaframleiðendur segja kvenhetjur ósöluvænar og kvikmyndagerðarfólk notar þessar tvær hræðilegu myndir um kvenkyns ofurhetjur sem hafa verið gerðar sem afsökun fyrir því að gera ekki fleiri,“ segir Whedon í samtali við The Daily Beast. Hann segir þetta heimskulegt hugarfar, og nefnir að dóttir sín hafi haldið mest upp á kvenhetjurnar tvær í Avengers-myndinni. „Auðvitað gerði hún það,“ segir leikstjórinn, en hann vinnur nú að framhaldsmynd sem frumsýnd verður árið 2015. Það eru fjórir karlar sem eru mest áberandi í Avengers-genginu, þeir Captain America, Iron Man, Thor og Hulk. Leikkonan Scarlett Johansson gaf fjórmenningunum þó lítið eftir í hlutverki sínu sem Black Widow í fyrri myndinni, og er eðlilegt að spyrja sig hvort orð leikstjórans bendi til þess að persónan fái meira vægi í framhaldinu. Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira
Joss Whedon, leikstjóri The Avengers, segir þörf á fleiri kvenhetjum í kvikmyndum. Hann segist vera orðinn pirraður á skorti á sterkum fyrirmyndum fyrir stúlkur og vonast til þess að vinsældir seríunnar um Hungurleikana marki upphaf breytinga. „Leikfangaframleiðendur segja kvenhetjur ósöluvænar og kvikmyndagerðarfólk notar þessar tvær hræðilegu myndir um kvenkyns ofurhetjur sem hafa verið gerðar sem afsökun fyrir því að gera ekki fleiri,“ segir Whedon í samtali við The Daily Beast. Hann segir þetta heimskulegt hugarfar, og nefnir að dóttir sín hafi haldið mest upp á kvenhetjurnar tvær í Avengers-myndinni. „Auðvitað gerði hún það,“ segir leikstjórinn, en hann vinnur nú að framhaldsmynd sem frumsýnd verður árið 2015. Það eru fjórir karlar sem eru mest áberandi í Avengers-genginu, þeir Captain America, Iron Man, Thor og Hulk. Leikkonan Scarlett Johansson gaf fjórmenningunum þó lítið eftir í hlutverki sínu sem Black Widow í fyrri myndinni, og er eðlilegt að spyrja sig hvort orð leikstjórans bendi til þess að persónan fái meira vægi í framhaldinu.
Mest lesið Formleg spá og ítarleg greining á keppendum kvöldsins Lífið Komast ekki áfram nema þeir séu á skjánum Lífið Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Bíó og sjónvarp „Mökkurinn var þéttur og við fórum í gegnum hann“ Lífið María Birta og Elli orðin tveggja barna foreldrar Lífið Íslendingarnir gleymdu mikilvægu hráefni á lokadeginum Lífið Skrýtið að sjá mannfjöldann syngja með á íslensku Lífið Innlit í best skipulögðu íbúðina á Selfossi Lífið Ný hugsun í heimi brúnkuvara Lífið samstarf Fögur fljóð og töfrandi stund í Haukadal Lífið Fleiri fréttir Tom Cruise stökk úr þyrlu með myndavél Íslendinga Trump tollar kvikmyndir: „Eins og reiður, fullur pabbi sem ætlar að hætta við jólin“ Fyrsta íslenska myndin í Cannes Premiere-flokki Íslendingurinn á bak við tugmilljarða myndina: „Þetta er eiginlega fram úr öllum vonum“ Viðræður hafnar um framhald á Adolescence Rísandi stórstjarna og alvöru hjartaknúsari Bestu myndir Vals Kilmer og verstu floppin Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Sjá meira