Pálína Gunnlaugsdóttir, leikmaður Keflavíkur, hefur ákveðið að framlengja ekki við félagið og mun yfirgefa félagið í sumar.
Körfuknattleikdeild Keflavíkur staðfestir þetta á heimasíðu sinni í kvöld. Samningaviðræður milli leikmannsins og Keflavíkur fóru í strand og núna hefur leikmaðurinn ákveðið að halda annað.
Ástæðan mun einnig vera að Pálína vill takast á við nýjar áskoranir. Pálína vill ekki gefa það út hver verður næsti áfangastaður leikmannsins og því verður spennandi að fylgjast með hvar hún endar.
Pálína Gunnlaugsdóttir var kosinn besti leikmaður Dominos-deildar kvenna á lokahófi KKÍ eftir tímabilið en Keflvíkingar urðu Íslandsmeistarar.
Pálína mun yfirgefa Keflavík
