Nú í hádeginu var dregið í 16-liða úrslit í Borgunarbikar kvenna í knattspyrnu. Stóru liðin drógust ekki gegn hvort öðru.
Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara flestir fram þann 11. júní næstkomandi.
Leikirnir:
Haukar - Þróttur R.
Afturelding - Stjarnan
FH - Þór/KA
Fylkir - Tindastóll
ÍBV - Höttur
Fjölnir - Breiðablik
Selfoss - Valur
ÍA - HK/víkingur
