Tónlist

Creed valin versta hljómsveit tíunda áratugarins

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lesendur tónlistartímaritsins Rolling Stone völdu á dögunum tíu verstu hljómsveitir 10. áratugarins og hafa niðurstöðurnar verið birtar.

Það kennir ýmissa grasa á listanum, en léttpoppsveitir á borð við Hanson og Ace of Base er þar að finna. Athygli vekur að í fimmta sæti er hljómsveitin Nirvana, og ganga blaðamenn Rolling Stone svo langt að rengja lesendur: „Okkur þykir það leitt, en allir sem kusu Nirvana í þessari könnun hafa rangt fyrir sér.“

En það er kristilega rokksveitin Creed sem trónir á toppi listans sem allra versta hljómsveit tíunda áratugarins. Samkvæmt fréttinni vann sveitin sannfærandi sigur í lesendakönnuninni og engin önnur sveit komst nálægt henni í óvinsældum.

Tíu verstu hljómsveitir 10. áratugarins að mati lesenda Rolling Stone:

1. Creed

2. Nickelback

3. Limp Bizkit

4. Hanson

5. Nirvana

6. Hootie and the Blowfish

7. Bush

8. Spin Doctors

9. Ace of Base

10. Dave Matthews Band






Fleiri fréttir

Sjá meira


×