Tónlist

Spiluðu sama lagið 105 sinnum í röð

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Bandaríska hljómsveitin The National flutti lag sitt Sorrow 105 sinnum á listasafninu MoMA í New York á laugardag. Flutningurinn, sem tók sex klukkustundir, var hluti af gjörningi íslenska listamannsins Ragnars Kjartanssonar.

Trommuleikari sveitarinnar, Bryan Devendorf, fékk að hvíla sig á meðan hljómsveitarfélagar hans renndu laginu einu sinni án hans, en þess fyrir utan tóku allir meðlimir þátt allan tímann.

Gjörningurinn vakti heimsathygli og fjölluðu miðlar á borð við tónlistartímaritið NME og vefritið Pitchfork um uppátækið. Að gjörningnum loknum voru The National svo klappaðir upp og fluttu því lagið einu sinni til viðbótar.

Í spilaranum hér að ofan má horfa á einn umgang af laginu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×