Rammi Reykjavíkur Líf Magneudóttir skrifar 7. maí 2013 11:04 Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Líf Magneudóttir Mest lesið Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Skoðun Villtur lax eða villt græðgi – sveitin í skotlínu Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Fyrst flúðu þau Reykjavíkurborg… Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir skrifar Skoðun Leiðsögundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Sveitarfélög gegna þýðingarmiklu hlutverki sem snertir okkur með einum eða öðrum hætti á hverjum degi. Þau reka leik- og grunnskóla, heimili fyrir aldraða, hitaveitur, félagsíbúðir, þjónustu við fatlaða og fjölmargt annað sem er órjúfanlegur hluti daglegs lífs Íslendinga. Til þess að þessi þjónustan sé fyrsta flokks og uppfylli kröfur íbúnna þarf henni að vera stýrt af lýðræðislega kjörnum fulltrúum sem starfa eftir skýrum reglum. Í nýrri skýrslu úttektarnefndar Reykjavíkurborgar kennir ýmissa grasa. Skýrslan er vönduð og faglega unnin og í henni má finna ýmsar ábendingar um það sem betur má fara í stjórnkerfi Reykjavíkur. Áberandi eru aðfinnslur við kjörna fulltrúa um að þeir sinni ekki hlutverki sínu sem skyldi. Birtist það m.a. í því að þeir þekki ekki þær reglur sem þeim ber að starfa eftir, hafa ekki fullnægjandi eftirlit með stjórnsýslunni og fyrirtækjum og hafi að einhverju leyti tekið yfir störf starfsmanna fagsviða. Úttektarnefndin bendir einnig á að á yfirstandandi kjörtímabili hafi stjórnkerfi borgarinnar verið kippt úr sambandi án þess að reglum hafi verið breytt. Þetta hefur verið gert með því að borgarstjóri sinni ekki hlutverki sínu sem yfirmaður stjórnsýslunnar og að formenn fagráða hafi tekið yfir hluta af stjórnsýsluhlutverki fagsviða borgarinnar. Þetta er einfaldara en það hljómar. Staðreyndin er sú að skortur er á pólitískri forystu í málefnum borgarinnar. Stjórnmálamennirnir fylgjast ekki með stofnunum Reykjavíkur og skortir þekkingu á viðfangsefnum þeirra og víða er bottur brotinn þegar fara á efir reglum um innkaup og úthlutun fjármuna. Stjórnmálamennirnir sjálfir virðast ekki hafa framtíðarsýn eða hugmynd um hvert skuli stefna. Niðurstaðan verður þunglamalegt kerfi þar sem alltof margt rekur á reiðanum. Við sem búum í Reykjavík eigum ekki að sætta okkur við annað en stjórnkerfi sem virkar. Stjórnkerfi þar sem virkt eftirlit er með starfsemi undirstofnana, þar sem kjörnir fulltrúar mæta á fundi fyrirtækja í eigu borgarinnar, þar sem borgarstjóri fylgist með og tekur þátt í stjórnsýslu borgarinnar, þar sem farið er eftir innkaupareglum og þar sem fjármunum er úthlutað á grundvelli gagnsærra reglna og með jafnræði að leiðarljósi. Reykjavík hefur öflugustu innviði sveitarfélaga á Íslandi og er í yfirburðarstöðu til að sinna hagsmunamálum íbúa hennar af myndugleik og framsækni. Til þess að Reykjavík sé unnt að sækja fram og vera í fararbroddi þegar það kemur að því að veita borgarbúum þjónustu, þurfa innviðirnir og umhverfi stjórnsýslunnar að vera í lagi. Þróun borgarlífsins til hins betra getur hins vegar orðið seinleg ef kjörnir fulltrúar hafa ekki skýra pólitíska sýn og kynna sér illa starfsumhverfi sitt. Það bitnar að lokum ávallt á borgarbúum.
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar
Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris Skoðun
Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson Skoðun