Armonty Bryant var valinn af Cleveland Browns í nýliðavali NFL-deildarinnar á dögunum. Hann byrjar ferilinn ekki vel.
Bryant var nefnilega handtekinn um helgina en hann var að keyra fullur.
Handtakan er högg fyrir Browns sem hafði veðjað á að Bryant hefði lært af fyrri mistökum. Hann var handtekinn í fyrra fyrir að selja marijúana.
"Hann hefur lært af mistökunum og er til í að horfa fram á veginn. Hann hefur þroskast," sagði framkvæmdastjóri Cleveland eftir að félagið hafði valið hann í nýliðavalinu.
Þessi þroskasaga virðist ekki vera á réttri leið og Cleveland er nú að íhuga næstu skref.
Nýliði gripinn ölvaður undir stýri

Mest lesið

„Manchester er heima“
Enski boltinn


„Verð aldrei trúður“
Fótbolti



Beckham varar Manchester United við
Enski boltinn

De Bruyne kvaddur með stæl
Enski boltinn


