Te'o ekki valinn í fyrstu umferðinni Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. apríl 2013 09:44 Mynd/AP Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo. NFL Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira
Fyrsta umferð nýliðavalsins í NFL-deildinni fór fram í nótt og voru helstu tíðindin þau að Manti Te'o var ekki valinn. Te'o komst í heimsfréttirnar fyrr í vetur þegar upp komst um samband hans við kærustu sem var ekki til. Te'o hélt því fram að hann hefði verið blekktur en ekki allir trúa því. Te'o hafði fengið mikla samúð þegar hann greindi frá því að kærasta hans og amma hefðu látist á sama degi, þann 11. september síðastliðinn. Þá spilaði hann með Notre Dame-háskólanum. Hann varð í öðru sæti í hinu árlega Heisman-kjöri þar sem bestu leikmenn háskólaboltans eru valdir. En hann olli vonbrigðum í úrslitaleik Notre Dame gegn Alabama, auk þess sem hann þótti ekki ná sínu besta fram í æfingabúðum fyrir NFL-deildina eftir að tímabilinu lauk. Te'o byrjaði þó frábærlega á háskólatímabilinu í haust og voru þá margir sem töldu öruggt að Te'o yrði meðal þeirra allra fyrstu sem yrðu valdir í nýliðavalinu í ár. En annað kom á daginn. Öll 32 lið deildarinnar fengu að velja í nótt og ekkert þeirra valdi Te'o í sitt lið. Þrír af þeim fyrstu fjórum sem voru valdir í nótt eru varnarmenn í sóknarlínu (e. offensive tackle) - leikmenn sem verja leikstjórnanda fyrir varnarlínu andstæðingsins. Eric Fisher var valinn fyrstur en hann fór til Kansas City. Luke Joeckelvar næstur en hann fór til Jacksonville og Lane Johnson, sem var fjórði, fór til Philadelphia. Þriðja, fimmta og sjötta val voru allir varnarmenn en fyrsti sóknarmaðurinn sem var valinn var Tavon Austin, útherji sem fór til St. Louis. Eini leikstjórnandinn sem var valinn í fyrstu umferðinni var EJ Manuel sem fór til Buffalo.
NFL Mest lesið Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sport Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Handbolti EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan Fótbolti Þegar náttúran kallar í miðjum klíðum Sport Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Fótbolti Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Körfubolti United boðið að skrapa botninn á tunnunni Fótbolti Sengun í fantaformi í sumarfríinu Körfubolti Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Formúla 1 Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Sport Fleiri fréttir Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Segist „hafa dáið fjórum sinnum“ og er nánast óþekkjanlegur í dag Sengun í fantaformi í sumarfríinu Messi í stuði í nótt og nældi sér í enn eitt metið Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Dagskráin í dag: Íslenskir Evrópuleikir Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Hélt fótboltabúðir fyrir hinsegin ungmenni Sengun í fantaformi í sumarfríinu Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Djokovic í undanúrslit í fjórtánda sinn Algjörir yfirburðir PSG gegn Real Madrid United boðið að skrapa botninn á tunnunni Jokic framlengir ekki að sinni Samþykkja tilboð Tottenham í Kudus Frakkar sýndu styrk sinn Landsliðsþjálfaranum létt og spenna í hópnum Ancelotti dæmdur fyrir skattsvik Safna stuðningsfólki í fría rútu með fljótandi veigar Englendingar hrukku heldur betur í gang Skoraði yfir sex hundruð mörk á tímabilinu Lyon heldur sæti sínu í deildinni eftir allt saman Golflandsliðið í öðru sæti eftir fyrsta hring EM í dag: Of langt gengið að kalla mig nautheimskan „Vissulega eru það vonbrigði“ Ein stærsta stjarna NFL fær að heyra það: Þú ert feitur „Þetta er það sem að mann dreymdi um“ „Heimskuleg spurning og dónaleg“ Karlkyns leikmenn félagsins fá líka fæðingarorlof Staðfestir eina breytingu á byrjunarliðinu í leiknum á morgun Sjá meira