Samningur ofurfyrirsætunnar Miröndu Kerr hjá nærfatarisanum Victoria’s Secret var ekki endurnýjaður á dögunum þegar hann rann út.
Miranda hefur því verið rekin frá merkinu en samningur hennar hljóðaði upp á eina milljón dollara, tæplega 120 milljónir króna.
Enginn engill lengur.Ástæða uppsagnarinnar er að Miranda hafi ekki þótt eins söluvæn og aðrir Victoria’s Secret-englar á borð við Candice Swanepoel og Alessöndru Ambrosio.
Sagt upp.Miranda mun líklegast enn vinna eitthvað fyrir merkið en getur þó ekki titlað sig engil lengur.