Segir mögulegt að gera mun betur Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 11. apríl 2013 18:12 Kvikmyndin Oblivion var tekin á Íslandi í fyrrasumar. Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“ Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira
Stórmyndin Oblivion með Tom Cruise í aðalhlutverki er frumsýnd annað kvöld, en eins og margir vita var stór hluti myndarinnar tekinn upp hér á landi. Fram kom í Reykjavík síðdegis í dag að kvikmyndagerð á Íslandi hafi skilað á bilinu fimm til sjö milljörðum í erlendum gjaldeyri á síðasta ári, en Leifur P. Dagfinnsson hjá framleiðslufyrirtækinu Truenorth segir að gera megi enn betur. „Það eru margir sem halda að það sé allt svo frábært en það er ekki rétt. Við sem hrærumst í þessu daginn út og inn vitum það.“ Leifur nefnir gerð Hobbitans sem dæmi um metnað ráðamanna í að fá til sín kvikmyndaverkefni. „Það er fræg saga af því þegar verið var að gera Hobbitann á sínum tíma í kjölfar Lord of the Rings, en þær voru allar teknar á Nýja Sjálandi. Warner Brothers töldu of dýrt að gera Hobbitann þar líka og ákváðu að fara með verkefnið til Ástralíu. Þá flaug bara forsætisráðherra Nýja Sjálands til Los Angeles og sagði bara „Hey við ætlum að fá þetta verkefni og hér eru forsendurnar. Við lögum þetta og fjárfestum 100 milljónum dala í verkefninu,“ því að efnahagsleg innspýting í hagkerfið var svona einn til einn og hálfur milljarður. Menn átta sig á því hvað þetta skiptir rosalega miklu máli og hvað samkeppnin er mikil.“ Leifur segir nauðsynlegt að Ísland nái til sín heilum verkefnum í stað hluta af þeim. „Ég held að þeir sem eru að fara í kosningabaráttu ættu að kynna sér þetta betur, það þarf að gera kvikmyndagerð hagstæðari hér. Eins og hugmynd sem ég kom með um daginn varðandi gjaldeyrishöftin, þessar aflandskrónur. Af hverju bjóðum við það ekki út til framleiðenda sem eru að gera myndir fyrir minna en fimm til tíu milljón dala og leyfum þeim að kaupa íslenska krónu á lægra gengi? Það væri ekki afsláttur sem ríkið væri að gefa heldur fjármagnseigendur, og Seðlabankinn er með útboð á. Af hverju gerum við ekki eitthvað sniðugt með það og bætum við fimmtán eða tuttugu prósenta afslætti í viðbót? Þá værum við að tala um fjörutíu prósent. Þegar ég segi stúdíóunum þetta úti er spurt „Hvað eruð þið með mörg kvikmyndaver? Hvað getum við skotið margar myndir í einu?“. Þá byrja þær spurningar, hvort hægt sé að færa verkefni í heild sinni hingað til að gera iðnaðinn meira viðvarandi, ekki bara hvort hægt sé að koma í tvær vikur og skjóta í einhverri auðn.“
Mest lesið Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Innlent Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Innlent Ákváðu að vera opin gagnvart börnunum varðandi veikindin Erlent Smallville-leikkona opnar sig í fyrsta sinn um aðkomu sína að kynlífssértrúarsöfnuðinum Erlent Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Innlent Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Innlent Hafa uppgötvað djöflabýflugu Erlent „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Innlent Fleiri fréttir Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Þörf á endurskoðun meðferðarheimila fyrir börn Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Sjá meira