Umfjöllun og viðtöl: Valur - Stjarnan 27-23 | 1-0 fyrir Val Guðmundur Marinó Ingvarsson á Hlíðarenda skrifar 12. apríl 2013 16:45 Mynd/Stefán Valur skoraði fyrsta mark leiksins en Stjarnan sýndi í fyrri hálfleik að liðið getur vel strítt Val og náði Stjarnan fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik 11-7. Stjarnan lék mjög góða vörn framan af en sóknarleikur liðsins fór að hiksta er leið á fyrri hálfleik og náði Valur að minnka muninn í 13-12 fyrir hálfleik án þess þó að leika neitt sérstaklega vel. Þorgerður Anna Atladóttir bar sóknarleik Vals uppi í fyrri hálfleik en hún fékk mun meiri hjálp í seinni hálfleik og þá lék Valur einnig mjög góða vörn og fyrir aftan hana var Guðný Jenný Ásmundsdóttir í sínu besta formi. Stjarnan missti Val fljótt fram úr sér í upphafi seinni hálfleiks og virtust leikmenn liðsins fljótt missa trú á verkefninu. Liðið fór mjög illa með mikinn fjölda dauðafæra og skaut liðið meðal annars fjórum sinnum í stöng af línu í seinni hálfleik auk þess sem Guðný Jenný varði fjölmörg dauðafæri í báðum hálfleikum. Valur vann í raun öruggan sigur en nýtir Stjarnan dauðafærin betur er ljóst að liðið getur unnið leik ef ekki leiki í þessu einvígi. Valur leiðir einvígið 1-0 en næsti leikur er í Mýrinni í Garðabæ á sunnudaginn. Þorgerður: Vitum að við getum tapað fyrir þeim„Svona á þetta að vera í úrslitaleikjum. Við byrjum ekki nógu vel og lentu fjórum undir. Það þýðir ekkert að slaka á og það er fínt að við vitum að ef við slökum á þá lendum við undir,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir sem fór mikinn í sóknarleik Vals í kvöld. „Stjarnan er með frábært lið og þetta verður hörkurimma. Þær byrjuðu tímabilið ekki vel en eru að stíga upp. „Við keyrðum ekki nægjanlega vel til baka fannst mér í fyrri hálfleik. Þær náðu hraðaupphlaupum sem þær skoruðu reyndar ekki mikið úr. Við vorum ragar í sókninni og þurftum allar að taka einu skrefinu nær markinu og ógna meira. Við gerðum það í seinni hálfleik og þá gekk þetta upp og það opnaðist allt. „Þegar maður keyrir hraðann mikið upp þá gera menn mistök en við þurfum klárlega að minnka mistökin. Þær fá hraðaupphlaup þegar maður hendir boltanum í hendurnar á þeim og það er dýrt gegn liði eins og Stjörnunni. „Það er fínt að við vitum að við getum lent undir og við vitum að við getum tapað fyrir þeim. Það þýðir ekkert að slaka á. „Við komum brattar inn í seinni hálfleik og vorum mikið grimmari. Maður finnur það líka þegar það eru menn við hliðina á þér sem eru grimmir og þú getur treyst á þá. Það var mikið bil á milli okkar í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. „Þegar það kemur vörn þá gengur eiginlega allt upp. Þá kemur Jenný og þá koma hraðaupphlaupin og seinni bylgjan,“ sagði Þorgerður Anna. Skúli: Mikið stöngin út hjá okkur„Mér fannst við missa einbeitingu í vörn á kafla í seinni hálfleik þar sem við missum þær of langt fram úr okkur og við náum ekki að spóla það til baka,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við lékum vel í flottan fyrri hálfleik þó við værum ekki að spila neitt sérstaka sókn. Við börðumst vel og lékum fína vörn. Sóknarleikurinn hefur oft gengið mikið betur en í kvöld. Við eigum mikið inni þar. „Ég er svekktur með tap á útivelli gegn Val eins staðan er núna. Við hefðum klárlega getað fengið meira út úr þessu. „Við þurfum að skoða hvernig við misstum tökin á varnarleiknum í byrjun seinni hálfleiks,“ sagði Skúli sem var svekktur yfir nýtingu dauðafæra í leiknum. „Þetta var mikið stöngin út hjá okkur í kvöld. Það vantaði pínu einbeitingu og mér fannst við óheppnar í skotunum. Það voru mörg stangarskot og dauðafæri sem fóru forgörðum. „Þær náðu ekki að refsa okkur mikið þegar við töpuðum boltanum ekki mikið framan af leik en að sama skapi hefði ég viljað sjá okkur ná fleiri hraðaupphlaupum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við náðum ekki að refsa þeim þegar við unnum boltann,“ sagði Skúli að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Valur skoraði fyrsta mark leiksins en Stjarnan sýndi í fyrri hálfleik að liðið getur vel strítt Val og náði Stjarnan fjögurra marka forystu í fyrri hálfleik 11-7. Stjarnan lék mjög góða vörn framan af en sóknarleikur liðsins fór að hiksta er leið á fyrri hálfleik og náði Valur að minnka muninn í 13-12 fyrir hálfleik án þess þó að leika neitt sérstaklega vel. Þorgerður Anna Atladóttir bar sóknarleik Vals uppi í fyrri hálfleik en hún fékk mun meiri hjálp í seinni hálfleik og þá lék Valur einnig mjög góða vörn og fyrir aftan hana var Guðný Jenný Ásmundsdóttir í sínu besta formi. Stjarnan missti Val fljótt fram úr sér í upphafi seinni hálfleiks og virtust leikmenn liðsins fljótt missa trú á verkefninu. Liðið fór mjög illa með mikinn fjölda dauðafæra og skaut liðið meðal annars fjórum sinnum í stöng af línu í seinni hálfleik auk þess sem Guðný Jenný varði fjölmörg dauðafæri í báðum hálfleikum. Valur vann í raun öruggan sigur en nýtir Stjarnan dauðafærin betur er ljóst að liðið getur unnið leik ef ekki leiki í þessu einvígi. Valur leiðir einvígið 1-0 en næsti leikur er í Mýrinni í Garðabæ á sunnudaginn. Þorgerður: Vitum að við getum tapað fyrir þeim„Svona á þetta að vera í úrslitaleikjum. Við byrjum ekki nógu vel og lentu fjórum undir. Það þýðir ekkert að slaka á og það er fínt að við vitum að ef við slökum á þá lendum við undir,“ sagði Þorgerður Anna Atladóttir sem fór mikinn í sóknarleik Vals í kvöld. „Stjarnan er með frábært lið og þetta verður hörkurimma. Þær byrjuðu tímabilið ekki vel en eru að stíga upp. „Við keyrðum ekki nægjanlega vel til baka fannst mér í fyrri hálfleik. Þær náðu hraðaupphlaupum sem þær skoruðu reyndar ekki mikið úr. Við vorum ragar í sókninni og þurftum allar að taka einu skrefinu nær markinu og ógna meira. Við gerðum það í seinni hálfleik og þá gekk þetta upp og það opnaðist allt. „Þegar maður keyrir hraðann mikið upp þá gera menn mistök en við þurfum klárlega að minnka mistökin. Þær fá hraðaupphlaup þegar maður hendir boltanum í hendurnar á þeim og það er dýrt gegn liði eins og Stjörnunni. „Það er fínt að við vitum að við getum lent undir og við vitum að við getum tapað fyrir þeim. Það þýðir ekkert að slaka á. „Við komum brattar inn í seinni hálfleik og vorum mikið grimmari. Maður finnur það líka þegar það eru menn við hliðina á þér sem eru grimmir og þú getur treyst á þá. Það var mikið bil á milli okkar í fyrri hálfleik en það small í seinni hálfleik. „Þegar það kemur vörn þá gengur eiginlega allt upp. Þá kemur Jenný og þá koma hraðaupphlaupin og seinni bylgjan,“ sagði Þorgerður Anna. Skúli: Mikið stöngin út hjá okkur„Mér fannst við missa einbeitingu í vörn á kafla í seinni hálfleik þar sem við missum þær of langt fram úr okkur og við náum ekki að spóla það til baka,“ sagði Skúli Gunnsteinsson þjálfari Stjörnunnar eftir leikinn. „Við lékum vel í flottan fyrri hálfleik þó við værum ekki að spila neitt sérstaka sókn. Við börðumst vel og lékum fína vörn. Sóknarleikurinn hefur oft gengið mikið betur en í kvöld. Við eigum mikið inni þar. „Ég er svekktur með tap á útivelli gegn Val eins staðan er núna. Við hefðum klárlega getað fengið meira út úr þessu. „Við þurfum að skoða hvernig við misstum tökin á varnarleiknum í byrjun seinni hálfleiks,“ sagði Skúli sem var svekktur yfir nýtingu dauðafæra í leiknum. „Þetta var mikið stöngin út hjá okkur í kvöld. Það vantaði pínu einbeitingu og mér fannst við óheppnar í skotunum. Það voru mörg stangarskot og dauðafæri sem fóru forgörðum. „Þær náðu ekki að refsa okkur mikið þegar við töpuðum boltanum ekki mikið framan af leik en að sama skapi hefði ég viljað sjá okkur ná fleiri hraðaupphlaupum, sérstaklega í seinni hálfleik. Við náðum ekki að refsa þeim þegar við unnum boltann,“ sagði Skúli að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn
Leik lokið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslag en missir Oumar út Íslenski boltinn