Laugardaginn 13. apríl síðastliðinni var tískusýning og útskrift hjá nemendum í förðun, ljósmyndun, stílista- og módelskóla Fashion Academy Reykjavík. Tískusýningin er eitt af lokaverkefnum nemenda sem voru að klára tveggja mánaða námskeið hjá skólanum en þar er mikið er lagt upp úr samvinnu nemenda og að þeir vinni að raunverulegum verkefnum. Þema sýningarinnar var ,,summer street style” og mátti greinilega sjá að skærir litir verða í tísku í sumar. Fyrirsætur voru ungir krakkar úr módelskólanum en einnig voru nokkrar Elite fyrirsætur með í sýningunni.

