Í gær kom í ljós hvaða lið verða í riðli með íslenska kvennalandsliðinu í undankeppni HM kvenna 2015 en íslensku stelpurnar voru heppnar með riðil og eiga raunhæfa möguleika á að tryggja sér sæti á HM í fyrsta sinn.
Fulltrúar þjóðanna sem leika í 3. riðli í undankeppni HM kvenna 2015 funduðu strax að loknum drætti og ræddu niðurröðun og leikdaga. Niðurstaða liggur nú fyrir og leikur Ísland tvo leiki í riðlinum á árinu 2013 – heimaleik við Sviss í september og útileik við Serbíu í október – og átta leiki á árinu 2014.
Síðustu fjórir leikir stelpnanna verða á Laugardalsvellinum þar á meðal leikur við Dani 21. ágúst. Rúmum tveimur mánuðum áður mætast þjóðirnar í Danmörku en það má fyrirfram búast við því að Ísland og Danmörk berjist um efsta sæti riðilsins sem gefur beint sæti á HM.
Leikir Íslands í undankeppni HM kvenna 2015:
26/09/13: Ísland-Sviss
31/10/13: Serbía-Ísland
05/04/14: Ísrael-Ísland
10/04/14: Malta-Ísland
08/05/14: Sviss-Ísland
14/06/14: Danmörk-Ísland
19/06/14: Ísland-Malta
21/08/14: Ísland-Danmörk
13/09/14: Ísland-Ísrael
17/09/14: Ísland-Serbía
