Birna Berg Haraldsdóttir er úr leik í úrslitakeppni N1-deildar kvenna en hún handarbrotnaði þegar að lið hennar, Fram, tapaði fyrir ÍBV í kvöld.
Staðan í undanúrslitarimmu liðanna er 2-1 fyrir Fram en Eyjastúlkur unnu eftir framlengdan leik í kvöld, eins og lesa má um hér fyrir neðan.
Stella Sigurðardóttir sneri sig einnig á ökkla í leiknum í kvöld og fór af velli í framlengingunni. Óvíst er hvort hún nái næsta leik en það kemur í ljós á næstu dögum.
Stella meiddist á þumalfingri í fyrsta leik liðanna í síðustu viku en þá tognaði hún illa auk þess sem blæddi inn á liðinn. Hún harkaði þó af sér og spilaði þar til hún meiddist aftur í kvöld.
Halldór Jóhann Sigfússon, þjálfari Fram, staðfesti við Vísi í kvöld að Birna Berg þyrfti að vera í gifsi næstu 4-6 vikurnar.
Tímabilið búið hjá Birnu og Stella tæp

Tengdar fréttir

Umfjöllun, viðtöl og myndir: Fram - ÍBV 18-19 | ÍBV minnkaði muninn
ÍBV er enn á lífi í undanúrslitum N1 deildar kvenna eftir 19-18 sigur á Fram á útivelli í kvöld eftir framlengdan leik. Staðan var 16-16 að loknum venjulegum leiktíma.