Leikkonan Emma Watson hefur sannað það að hún er ekkert barn lengur og vill ólm losna við Harry Potter-ímyndina. Hún er heldur betur reffileg á síðum breska GQ.
Á einni myndinni býður hún upp á kjól sem er sláandi líkur þeim sem Julia Roberts klæddist í kvikmyndinni Pretty Woman. Sá kjóll er einn sá frægasti í kvikmyndasögunni en Julia lék vændiskonu í myndinni eins og flestir muna.
Kynþokkafull á forsíðunni.Í viðtali við blaðið talar Emma mikið um nýjustu mynd sína Bling Ring sem fjallar um hóp af fólki sem brýst inn til stjarna á borð við Lindsay Lohan og Paris Hilton.
Julia Roberts í kjólnum fræga."Þetta er stór karakter. Það er spennandi fyrir mig því það þýddi að ég var í alvörunni að leika," segir Emma.