Hlustaðu á nýja lagið hans Eiríks Fjalars Ellý Ármanns skrifar 3. apríl 2013 16:15 Tónlistarmaðurinn Eiríkur Fjalar sendir frá sér plötu sem inniheldur öll lögin sem hafa komið út með honum. Hann kallar plötuna "The very best off". Á plötunni er að finna nýja hljóðritun á lagi Eyjólfs Kristjánssonar, Draumur um Nínu, sem sjá má ef smellt er á linkinn hér til hliðar en lagið hefur notið fádæma vinsælda frá því það keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1991. Platan kemur út næsta föstudag 5. apríl og verður fáanleg á tonlist.is sem og í öllum verslunum sem vildu taka við henni. Eiríkur hefur verið karakter á vegum Ladda í um þrjátíu ár en Eiríkur segist vera þreyttur á að vera bara „dreginn fram á tyllidögum og geymdur í kassa þess á milli". Eiríkur ákvað því að ráðast í gerð þessarar safnplötu, eða ferilsplötu réttara sagt þar sem hún inniheldur allt hans efni, til að mótmæla því að hann og hinir karakterarnir hans Ladda fá ekki að vera með í nýju sýningunni hans Ladda. Umrædd sýning, Laddi lengir lífið, verður frumsýnd í Hörpu á föstudaginn sama dag og platan kemur út. „Ég vona að enginn fari á þessa heimskulegu sýningu hans Ladda, ég veit ekki hvað hann ætlar að gera án okkar. Það hefur engin áhuga á Ladda í eigin persónu. Hann er ekkert án mín!" segir Eiríkur á facebook síðunni sinni um sýningu skapara síns. Útgefandi plötunnar, Sena, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að um einstaka útgáfu sé að ræða og að ekki verði um fleiri ný lög frá Eiríki Fjalar á þeirra vegum. Þrátt fyrir að Eiríkur Fjalar kynni að halda því fram að gerður hafi verið útgáfusamningur um fimm plötur á jafnmörgum árum, þá eiga slíkir órar Eiríks sér enga stoð í raunveruleikanum. Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Tónlistarmaðurinn Eiríkur Fjalar sendir frá sér plötu sem inniheldur öll lögin sem hafa komið út með honum. Hann kallar plötuna "The very best off". Á plötunni er að finna nýja hljóðritun á lagi Eyjólfs Kristjánssonar, Draumur um Nínu, sem sjá má ef smellt er á linkinn hér til hliðar en lagið hefur notið fádæma vinsælda frá því það keppti fyrir Íslands hönd í Eurovision árið 1991. Platan kemur út næsta föstudag 5. apríl og verður fáanleg á tonlist.is sem og í öllum verslunum sem vildu taka við henni. Eiríkur hefur verið karakter á vegum Ladda í um þrjátíu ár en Eiríkur segist vera þreyttur á að vera bara „dreginn fram á tyllidögum og geymdur í kassa þess á milli". Eiríkur ákvað því að ráðast í gerð þessarar safnplötu, eða ferilsplötu réttara sagt þar sem hún inniheldur allt hans efni, til að mótmæla því að hann og hinir karakterarnir hans Ladda fá ekki að vera með í nýju sýningunni hans Ladda. Umrædd sýning, Laddi lengir lífið, verður frumsýnd í Hörpu á föstudaginn sama dag og platan kemur út. „Ég vona að enginn fari á þessa heimskulegu sýningu hans Ladda, ég veit ekki hvað hann ætlar að gera án okkar. Það hefur engin áhuga á Ladda í eigin persónu. Hann er ekkert án mín!" segir Eiríkur á facebook síðunni sinni um sýningu skapara síns. Útgefandi plötunnar, Sena, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að um einstaka útgáfu sé að ræða og að ekki verði um fleiri ný lög frá Eiríki Fjalar á þeirra vegum. Þrátt fyrir að Eiríkur Fjalar kynni að halda því fram að gerður hafi verið útgáfusamningur um fimm plötur á jafnmörgum árum, þá eiga slíkir órar Eiríks sér enga stoð í raunveruleikanum.
Tónlist Mest lesið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Tónlist Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Tónlist Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Lífið Fleiri fréttir Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira