Árni Johnsen segir að sér hafi verið bolað burt - Mærir Davíð Oddsson 4. apríl 2013 11:56 Árni Johnsen ætlar að bjóða sig aftur fram í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins fyrir næstu þingkosningar. Mynd/ GVA Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi „rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni" eins og hann orðar það. Og hann fer hörðum orðum um þremenningana. „Bjuggu til tilboðspakka, eins konar snyrtivörur, og falbuðu sig hvert með öðru, ekki á eigin verðleikum, heldur bögglauppboði og hrossakaupum með miklum skyndiáróðri og þúsundum hringinga í stuttri lotu, Facebook og fleiri meðulum og móðursýki og ætlunarverkið tókst. Það var sem sagt ákveðið í þröngan hóp klíku í Reykjanesbæ hverjir ættu að verða þingmenn Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var skelfilegt að vakna upp við brotnar leikreglur, falsið og svikin, en ekki meira um það að sinni. Margir hafa heimtað mig í sérframboð, en ég svík ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en Fjalla-Eyvindur frændi, bíð bara eftir næsta prófkjöri," segir Árni. Í grein sinni segir Árni að Bjarni Benediktsson hafi sætt ómálefnalegri gagnrýni í aðdraganda kosninga, en segir Davíð Oddsson vera mesta leiðtogann af þeim fimm sem hann hafi unnið með. „Ég hef unnið í þingflokki með fimm formönnum Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, Þorsteini Pálssyni, Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Bjarna Benediktssyni. Allt eru þetta nöfn mætustu manna, en mjög ólíkra að gerð þótt þeir ættu sömu grundvallarhugsjónir í þjóðmálum. Davíð var þeirra skilvirkastur, enda ótrúlegur og slunginn leiðtogi, kunni að blanda saman geðvonsku Íslendinga og gálgahúmor sem hentaði vel tækifærismennsku landans. En að fellur og út fellur hatur og ást," segir Árni. Hann segir að Davíð hafi ætíð verið á undan öðrum með leiki í brjóstvasanum og það hefði verið mikil þörf á slíku síðustu árin. Kosningar 2013 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
Árni Johnsen, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, segir að þröng klíka í Reykjanesbæ hafi ákveðið hverjir ættu að bjóða fram fyrir flokkinn í Suðurkjördæmi. Í aðsendri grein í Morgunblaðinu í dag segir hann að þeir þrír frambjóðendur sem urðu efstir í prófkjörinu, þau Ragnheiður Elín Árnadóttir, Unnur Brá Konráðsdóttir og Ásmundur Friðriksson hafi „rottað sig saman til þess að skáka mér út af hlaupabrautinni" eins og hann orðar það. Og hann fer hörðum orðum um þremenningana. „Bjuggu til tilboðspakka, eins konar snyrtivörur, og falbuðu sig hvert með öðru, ekki á eigin verðleikum, heldur bögglauppboði og hrossakaupum með miklum skyndiáróðri og þúsundum hringinga í stuttri lotu, Facebook og fleiri meðulum og móðursýki og ætlunarverkið tókst. Það var sem sagt ákveðið í þröngan hóp klíku í Reykjanesbæ hverjir ættu að verða þingmenn Suðurkjördæmis fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það var skelfilegt að vakna upp við brotnar leikreglur, falsið og svikin, en ekki meira um það að sinni. Margir hafa heimtað mig í sérframboð, en ég svík ekki Sjálfstæðisflokkinn frekar en Fjalla-Eyvindur frændi, bíð bara eftir næsta prófkjöri," segir Árni. Í grein sinni segir Árni að Bjarni Benediktsson hafi sætt ómálefnalegri gagnrýni í aðdraganda kosninga, en segir Davíð Oddsson vera mesta leiðtogann af þeim fimm sem hann hafi unnið með. „Ég hef unnið í þingflokki með fimm formönnum Sjálfstæðisflokksins, Geir Hallgrímssyni, Þorsteini Pálssyni, Davíð Oddssyni, Geir Haarde og Bjarna Benediktssyni. Allt eru þetta nöfn mætustu manna, en mjög ólíkra að gerð þótt þeir ættu sömu grundvallarhugsjónir í þjóðmálum. Davíð var þeirra skilvirkastur, enda ótrúlegur og slunginn leiðtogi, kunni að blanda saman geðvonsku Íslendinga og gálgahúmor sem hentaði vel tækifærismennsku landans. En að fellur og út fellur hatur og ást," segir Árni. Hann segir að Davíð hafi ætíð verið á undan öðrum með leiki í brjóstvasanum og það hefði verið mikil þörf á slíku síðustu árin.
Kosningar 2013 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira