Stjórnarmyndun gæti orðið erfið Ingveldur Geirsdóttir skrifar 4. apríl 2013 13:04 Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi. Kosningar 2013 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
Stjórnarmyndun gæti orðið strembin og erfitt að stjórna landinu ef allir nýju flokkarnir ná manni á þing. Þetta segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði. Útlit er fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði fyrir komandi alþingiskosningar. Fjöldi nýrra framboða endurspeglar óánægju hluta almennings með það stjórnmálakerfi og þá flokka sem við erum með segir Gunnar Helgi. Endanlegur fjöldi framboða mun ekki liggja fyrir fyrr en að framboðsfresti liðnum 12. apríl næstkomandi en eins og staðan er núna lítur út fyrir að fjórtán flokkar verði í framboði. Samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi Gallups verður Björt framtíð einn nýrra flokkanna sem nær mönnum inn á þing, Píratar komast þó ansi nálægt því. Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði segir ekki óeðlilegt að þeir sem standi að nýju framboðunum láti reyna á það hvort kjósendur hafi áhuga á því sem þeir hafa fram að færa. „Það er svona borgararaleg skyldutilfinning sem ræður því að fólk ákveður að fara í framboð. En fyrir kjósendur er það ekki mjög freistandi að eyða atkvæði sínu á flokk sem nær kannski ekki 5% markinu," segir Gunnar Helgi. Spurður afhverju fólk stofni nýtt framboð í staðin fyrir að finna sér leið innan stóru flokkana segir Gunnar Helgi að í núverandi ástandi sér skýringin tiltölulega einföld. „Stjórnmál, stjórnmálamenn og alþingi hafa glatað trúverðugleika meðal almennings og mikill fjöldi af nýjum framboðum endurspeglar óánægju meðal einhvers hluta almennings með það stjórnmálakerfi sem við erum með og þá stjórnmálaflokka sem við erum með," segir Gunnar Helgi. Gunnar Helgi segir að ef allir nýju flokkarnir nái manni inn á þing og stjórnmálakerfið brotni upp í mjög marga flokka geti stjórnarmyndun orðið mjög erfið. „Hvaða stjórn sem er mun lenda í miklum erfiðleikum með að stjórna landinu ef hún hefur segjum 3,4,5 flokka innanborðs. Það er ekki hagstæð niðurstaða fyrir stjórnhæfni þjóðarbúsins sem þarf á því að halda næstu árum að hér sé sæmilega sterk stjórn við völd," segir Gunnar Helgi.
Kosningar 2013 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira