Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 32-15 Sigmar Sigfússon í Mýrinni skrifar 4. apríl 2013 13:25 Mynd/Vilhelm Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn Í beinni: Liverpool - Atlético Madrid | Púllarar hefja leik Fótbolti Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Í beinni: HK - Þróttur | Fyrri leikur í umspili Íslenski boltinn Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Sverrir strax úr frystinum eftir brottreksturinn Fótbolti Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Sjá meira
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Íslenski boltinn