Vinstri grænir hvergi bangnir Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 5. apríl 2013 11:03 Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna. „Það er bersýnilegt að það er á brattan að sækja fyrir okkur," segir Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna. VG mælist með 5,6 prósenta fylgi, en það er hættulega nærri fimm prósenta markinu sem flokkar þurfa að ná til að koma mönnum á þing. „Kosningabaráttan er í sjálfu sér bara rétt að byrja og við erum að sjálfsögðu reiðubúin í hana og hvergi bangin." Athygli vekur að VG mælast með sama fylgi og flokkur Pírata, sem bjóða fram í fyrsta sinn og eru annað tveggja nýrra framboða sem nær þingmönnum inn samkvæmt könnuninni. „Já við höfum fundið að Píratar eru að sækja svolítið í hefðbundið vinstra fylgi og þetta er því spurning um að leggja áherslu á okkar sérstöðu í stjórnmálum, umhverfismálin, kvenfrelsismálin og jöfnuðinn. Að því leyti finnst okkur framboð eins og Píratar takmörkuð, þar sem þau horfa á einstök mál en ekki heildina í stjórnmálum." Árni Þór segir sterka stöðu Framsóknarflokksins umhugsunarverða, en að hann taki henni með vissum fyrirvara. „Fylgið er enn á mikilli ferð og maður spyr sig hvort þetta sé fullkomlega marktækt. Þetta virkar ansi mikið stökk upp á við sem eru nú kannski ekki mörg fordæmi fyrir. En svona kannanir geta vissulega gefið vísbendingar um hver þróunin er og það ber að taka alvarlega." Kosningar 2013 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira
„Það er bersýnilegt að það er á brattan að sækja fyrir okkur," segir Árni Þór Sigurðsson þingmaður Vinstri grænna um nýja skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi stjórnmálaflokkanna. VG mælist með 5,6 prósenta fylgi, en það er hættulega nærri fimm prósenta markinu sem flokkar þurfa að ná til að koma mönnum á þing. „Kosningabaráttan er í sjálfu sér bara rétt að byrja og við erum að sjálfsögðu reiðubúin í hana og hvergi bangin." Athygli vekur að VG mælast með sama fylgi og flokkur Pírata, sem bjóða fram í fyrsta sinn og eru annað tveggja nýrra framboða sem nær þingmönnum inn samkvæmt könnuninni. „Já við höfum fundið að Píratar eru að sækja svolítið í hefðbundið vinstra fylgi og þetta er því spurning um að leggja áherslu á okkar sérstöðu í stjórnmálum, umhverfismálin, kvenfrelsismálin og jöfnuðinn. Að því leyti finnst okkur framboð eins og Píratar takmörkuð, þar sem þau horfa á einstök mál en ekki heildina í stjórnmálum." Árni Þór segir sterka stöðu Framsóknarflokksins umhugsunarverða, en að hann taki henni með vissum fyrirvara. „Fylgið er enn á mikilli ferð og maður spyr sig hvort þetta sé fullkomlega marktækt. Þetta virkar ansi mikið stökk upp á við sem eru nú kannski ekki mörg fordæmi fyrir. En svona kannanir geta vissulega gefið vísbendingar um hver þróunin er og það ber að taka alvarlega."
Kosningar 2013 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Innlent Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Erlent Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Innlent Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Innlent „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Fleiri fréttir Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Viðbragðsaðilar kallaðir út vegna elds í sanddæluskipi á Ísafirði Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Sjá meira