„Menn eru almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna“ 8. apríl 2013 19:47 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan. Kosningar 2013 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, ræddi við Reykjavík síðdegis um hugmyndir flokksins um skuldaleiðréttingar. Svaraði hann meðal annars gagnrýni Vefþjóðviljans á kosningaloforð Framsóknar, en þau eru sögð „orðin svo tryllingsleg, að fólk spyr sig ekki sömu spurninga og það gerir þegar það heyrir jarðbundnari málflutning". Enn fremur segir á Andríki, síðu Vefþjóðviljans, að Framsóknarflokkurinn ætli „að dæla mörg hundruð milljörðum króna úr ríkissjóði til að lækka skuldir sem einhverjir hafa stofnað til, jafnvel menn sem hafa grætt stórfé á verðhækkun fasteigna síðusta hálfan annan áratuginn". Sigmundur segir skrýtið að heyra gagnrýni úr þessari átt. „Þeir sem helst hafa gagnrýnt okkur fyrir þessar tillögur eru þeir sömu og börðust hvað harðast fyrir samþykki Icesave-skuldanna, en þetta er þá nýr hópur í þeirri baráttu og hefur þá kannski eitthvað með hugsanlegt val á þingmönnum að gera." Sigmundur segir rökstuðninginn ekki ganga upp. „Mér finnst hann að minnsta kosti ósanngjarn. Efnahagshrunið leiddi til mjög sérstakra aðstæðna, forsendubrests sem varð til vegna framferðis lánveitandans ekki síst, og vegna þess hvernig fjármálakerfið var rekið. Hvernig það bjó til þessa bólu sem sprakk. Þannig að það var lánveitandinn sem í rauninni bjó til þennan forsendubrest og jók þannig skuldir heimilanna. Þegar að því kemur að gera þetta upp hljótum við að líta svo á að það sé forgangskrafa í þessi þrotabú að koma til móts við heimilin." Sigmundur segir tímabært að koma til móts við skuldsett fólk og að hugmyndir um skuldaleiðréttingar séu ekki umdeildar lengur. „Það er það góða við það hvernig umræðan hefur þróast, að nú eru menn almennt farnir að viðurkenna að þetta svigrúm sé þarna. Deilurnar eru farnar að snúast um það hvernig eigi að nýta það, þannig að við erum þó komin eitthvað áleiðis. Það er nefnt þarna að það eigi að borga skuldir ríkisins með þessu og þá þurfum við líka að hafa það í huga að heimilin munu á endanum þurfa að borga skuldir ríkisins. Ég hélt nú reyndar að hægrimenn gerðu sér grein fyrir að ríkið er bara þegnarnir. Það eru heimilin sem mynda ríkið, og ef þessar skuldir liggja á þeim eins og farg þannig að þau geta ekki tekið eðlilegan þátt í efnahagslífinu, þá náum við okkur ekki af stað. Þá lendum í þessu japanska ástandi sem leiðir til stöðnunar jafnvel áratugum saman, og hagvöxturinn verður enginn. Við þurfum að fara að framleiða meiri verðmæti og koma hagvextinum af stað.“ Viðtalið í heild sinni má hlusta á hér að ofan.
Kosningar 2013 Mest lesið Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Verið ættleiddur af Íslendingum Innlent Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Innlent Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Pútín sagður ætla að „taka til“ eftir kosningarnar Erlent Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Erlent Bylgja Dís er látin Innlent Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Innlent Fleiri fréttir Reyksprengju kastað inn á pall í Hafnarfirði Verið ættleiddur af Íslendingum Fyrsti dagur Kvikmyndaskólans: „Það besta sem hefur gerst fyrir skólann síðan í apríl“ Hækka hámarksgreiðslur um hundrað þúsund krónur Uppfæra ekki fríverslunarsamning og banna tvo ráðherra Tveir fluttir til aðhlynningar eftir árekstur á Suðurlandsvegi Tekist á um fjárlög, lykkjumálið og aleigan í rafmynt Einn bílstjóri án leyfis og skráningar „Sultaról rithöfunda enn hert“ í fjárlögum Óásættanlegt að almennir starfsmenn séu beittir óeðlilegum þrýstingi Vill hækka skráningargjöldin í 100 þúsund krónur Skjálfti upp á 3,3 í Vatnafjöllum Afnemur æviskipanir varasaksóknara eftir mál Helga Magnúsar Gul úrkomuviðvörun á Austfjörðum og á Suðausturlandi Gestur Guðmundsson er látinn Breski sundkappinn kominn í land og lofsyngur Íslendinga Háskólinn hafi ekki breytt stefnu sinni um inntöku alþjóðlegra nema Hallar á karla í fjárlagafrumvarpi Féll af baki íslensks hests og fær engar skaðabætur Óttast verðhækkanir sem bitni á konum og barnafjölskyldum Ósáttur við skattana og hefði viljað loka fjárlagagatinu Fjórir af hverjum fimm vilja setja árlegt hámark á hælisleitendur Ólík sýn á nýja fjárlagafrumvarpið Bylgja Dís er látin Fundu villuráfandi ferðamenn nærri skálanum í Landmannalaugum „Allir vilja alltaf meira“ Reikna með fimmtán milljarða halla á næsta ári Daður við drengi sem verður kynferðislegt og endar með hótun Fjárlög 2026: Ríkisstjórnin sýnir á spilin fyrir næsta ár Bjargað af efri hæð eftir að eldur kom upp á jarðhæð í íbúðarhúsi Sjá meira