Ætla að bæta árangur Péturs Eiríkur Stefán Ásgeirsson í Ljubljana skrifar 22. mars 2013 10:45 Alfreð Finnbogason. Mynd/E. Stefán Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu. Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík snýr aftur heim: „Heimvöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason segir það ólýsanlega tilfinningu að stíga inn á knattspyrnuvöll og vera 80% viss um að skora. Hann verður væntanlega í stóru hlutverki þegar að Ísland mætir Slóveníu í undankeppni HM 2014 í Ljubljana í kvöld. „Við erum búnir að fara vel yfir hlutina og æfingarnar hafa verið fínar. Þetta leggst því vel í menn," sagði Alfreð um aðdraganda leiksins í Slóveníu. „Það verður svo að koma í ljós í leiknum sjálfum hvort að við náum því besta úr okkur. Það er svo alltaf góð stemning í landsliðinu og engin breyting á því núna." Hann segir að þjálfarateymið hafi farið yfir lið Slóvena með ítarlegum hætti. „Við höfum skoðað nokkrar klippur af þeirra liði og eru bæði styrkleikar og veikleikar í því. Þeir eru betra sóknarlið en varnarlið og vonandi nýtum við okkur það." Alfreð hefur verið duglegur að skora fyrir lið sitt, Heerenveen í Hollandi, og skoraði um síðustu helgi sitt 20. mark á tímabilinu. Aðeins tveir aðrir íslenskir knattspyrnumenn hafa náð því í efstu deild, þeir Pétur Pétursson og Atli Eðvaldsson. „Þetta hefur gengið framar öllum vonum. Ég átti ekki von á að ég kæmist svo fljótt inn í liðið og að ég myndi skora svona mikið strax á fyrsta tímabili en þetta hefur bara gengið vel og vonandi heldur það áfram." „Það er frábær tilfinning að labba inn á völlinn og vera 80 prósent viss um að maður muni skora. Þetta er bara tilfinning sem maður hefur enda er sjálfstraustið gott. Maður á bara að njóta þess og hafa gaman á meðan vel gengur." Atli skoraði 21 mark fyrir þýska liðið Fortuna Düsseldorf tímabilið 1982-83 en Pétur 23 mörk fyrir Feneyoord í Hollandi frá 1979 til 1980. „Nú er bara næsta skref að komast yfir Pétur. Þá verð ég sáttur," sagði Alfreð brosandi en þess má geta að Pétur þjálfaði Alfreð þegar hann lék með 2. flokki Breiðabliks á sínum tíma. 2. flokkur Breiðabliks varð Íslandsmeistari árið 2008 og skoraði Alfreð 32 mörk í alls átján leikjum með liðinu.
Fótbolti Íslenski boltinn HM 2014 í Brasilíu Mest lesið Forseti ÍSÍ fær laun og framboðin aldrei verið fleiri Sport „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Íslenski boltinn Stórbætti heimsmetið í bakgarðshlaupum Sport „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Fótbolti Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Enski boltinn Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ Fótbolti Féll sex metra úr stúkunni og niður á völl Sport „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Fótbolti Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag Fótbolti Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Fótbolti Fleiri fréttir Grindavík snýr aftur heim: „Heimvöllurinn okkar verður áfram tákn samkenndar“ Fyrirliðinn Guðrún og Ísabella Sara hýddar gegn Hammarby Glódís bikarmeistari með Bayern „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Svona leikmaður kemur fram á fimmtíu ára fresti“ Trans konum bannað að spila í kvennaflokki á Bretlandi Glódís í hefndarhug getur náð sögulegum áfanga í dag „Ekki eðlilegt að vera svona góður sautján ára“ Glódís skilur áhyggjur Steina: „Verið gríðarlega sárt og erfitt“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Sjáðu stórkostleg mörk Barca og Inter Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Með Man. Utd til Spánar en mega samt ekki spila Chelsea meistari sjötta árið í röð Rodri aftur til æfinga en sagður bíða eftir HM Ronaldo klúðraði í lokin og eyðimerkurgangan heldur áfram Allt jafnt eftir ótrúlega sýningu í Barcelona Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Sádar eltast við þrjá framherja Liverpool Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum „Ætlum að gera eitthvað einstakt í París“ Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram Ten Hag líklegur til að taka við af Alonso Fékk sex leikja bann fyrir æðiskastið „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Sjáðu markið sem kom PSG í bílstjórasætið gegn Arsenal Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ ITV styður Ian Wright og gæti losað sig við Eni Aluko Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Sjá meira