„Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 26. mars 2013 16:07 Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins. „Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag. Kosningar 2013 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira
„Það er alveg ljóst að Sjálfstæðismenn verða að bretta upp ermar," segir Kristján Þór Júlíusson, annar varaformaður Sjálfstæðisflokksins um mikið fylgistap flokksins í nýjustu könnun MMR. Flokkurinn missir tæplega þrjú prósentustig frá síðustu könnun og er nú með 24,4 prósenta fylgi, á meðan Framsóknarflokkurinn er orðinn stærsti flokkur landsins með 29,5 prósenta fylgi. „Ef þetta gengi eftir væri það bara ávísun á áframhaldandi vinstristjórn í landinu og þær áherslur sem hafi verið á Íslandi síðastliðin fjögur ár. Tilhneigingin er sú að Framsókn myndi stjórn til vinstri, og hann bjó til þá stjórn sem nú er. Þeir sem hafa áherslur í þá veru að breyta um stjórnarstefnu í efnahags- og atvinnumálum í þessu landi verða bara að bretta upp ermar og einhenda sér til verka og vinna að framgangi kosninga Sjálfstæðisflokksins." En hvað telur Kristján að valdi fylgistapinu? „Skýringin á þessari mælingu er í raun mjög einföld. Fólk sem hefur staðið með og fylgt okkar grunnhugsjón er að halla sér að Framsóknarflokknum, það er alveg klárt mál." Kristján telur Sjálfstæðisflokkinn ekki hafa komið áherslum sínum nægilega vel til skila í kosningabaráttunni, sem hann segir þó ekki hafna. „Ég held að það sé mjög mikilvægt þegar stjórnmálaflokkarnir ganga fram fyrir kjósendur í aðdraganda að næstu alþingiskosningum þurfi þeir að skýra út sínar áherslur á öllum þeim sviðum sem spurt er um. Sérstaklega er það á sviði atvinnumála og skattamála, en ekki síður í málefnum heimilanna, þar sem Framsóknarmenn hafa enn ekki komið með neinar útfærslur á því hvernig þeir ætla að færa frá kröfuhöfum föllnu bankanna yfir til skuldara í þessu landi."Ekki við formann að sakast Í könnun MMR í febrúar kom í ljós að Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, nýtur lítils trausts meðal almennings, en aðeins 14,6 prósent sögðust treysta formanninum. Kristján telur þó umdeildum formanni ekki um að kenna. „Ég vil bara undirstrika það að í alþingiskosningum eru menn ekki að kjósa einstaklinga. Í alþingiskosningum kjósa menn um stjórnarstefnu og pólitískar áherslur við stjórn landsins næstu fjögur ár. Burt séð frá því hvort að einstaklingar sem alltaf verða umdeildir heita Jón eða Gunna, þá er grunnurinn að framboðum stjórnmálaflokka í landinu alltaf einhver pólitísk stefnumál, og grundvallarsjónarmið Sjálfstæðisflokksins hafa alltaf verið að standa vörð um atvinnulífið í landinu og hagsmuni launþega." Hvorki hefur náðst í Bjarna Benediktsson, formann Sjálfstæðisflokksins, né Hönnu Birnu Kristjánsdóttur varaformann í dag.
Kosningar 2013 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Innlent Fleiri fréttir Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Gosmóða mælist í morgunsárið en ætti að minnka með deginum Sjá meira