Pistill: Endalausar dýfur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2013 13:45 Úr leik Stjörnunnar og Keflavíkur. Mynd/Stefán „Þetta er bara hluti af leiknum.“ „Maður gerir allt til þess að vinna.“ Hversu oft hefur maður heyrt afsakanir sem þessar fyrir því að hraustir menn hendi sér í gólfið við lítið sem ekkert tilefni. Allt er gert til þess að styrkja stöðu liðsins sem gæti, séu tilburðirnir nógu sannfærandi, leikið manni fleiri eða þurfa ekki að glíma við lykilmann úr röðum andstæðinganna. Dýfukeppni virðist hafa farið fram í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Domino's-deildar karla á sunnudag. Leikmenn beggja liða hentu sér í gólfið þegar þeir töldu það þjóna hagsmunum liðsins best. Græddu Keflvíkingar á því í eitt skiptið þegar Jovan Zdravevski var vikið af velli auk þess sem hann sætir leikbanni í oddaleiknum annað kvöld. Tilgangurinn helgar víst meðalið. Eitt er þó víst. Mönnum finnst þetta kjánalegt. Stuðningsmönnum, þjálfum og jú, líka leikmönnum. Það sést í hvert einasta skiptið á svipnum á „sökudólgnum" þegar andstæðingurinn fellur í jörðina fyrir litlar sakir. „Æi common", „ertu ekki að grínast" og „stattu í lappirnar!" er það sem lesa má út úr svipbrigðum þess „brotlega" sem ýmist brjálast yfir tilburðunum eða hlær að þeim. Skiljanlega. Hegðunin er til skammar. Það versta er að nokkrum mínútum síðar liggur sá hneykslaði að ástæðulausu vængbrotinn á gólfinu. Annað kvöld mætast Keflavík og Stjarnan í oddaleik í troðfullum Ásgarði auk þess sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Leikurinn hefur fengið vænan skammt af umfjöllun, mikið til á röngum forsendum, og eftirvæntingin er mikil. Ég ætla rétt að vona að bestu körfuboltamenn landsins leiðrétti þann misskilning sem myndast hefur eftir síðustu rimmu liðanna: Að menn spili körfubolta láréttir en ekki lóðréttir. Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
„Þetta er bara hluti af leiknum.“ „Maður gerir allt til þess að vinna.“ Hversu oft hefur maður heyrt afsakanir sem þessar fyrir því að hraustir menn hendi sér í gólfið við lítið sem ekkert tilefni. Allt er gert til þess að styrkja stöðu liðsins sem gæti, séu tilburðirnir nógu sannfærandi, leikið manni fleiri eða þurfa ekki að glíma við lykilmann úr röðum andstæðinganna. Dýfukeppni virðist hafa farið fram í öðrum leik Keflavíkur og Stjörnunnar í átta liða úrslitum Domino's-deildar karla á sunnudag. Leikmenn beggja liða hentu sér í gólfið þegar þeir töldu það þjóna hagsmunum liðsins best. Græddu Keflvíkingar á því í eitt skiptið þegar Jovan Zdravevski var vikið af velli auk þess sem hann sætir leikbanni í oddaleiknum annað kvöld. Tilgangurinn helgar víst meðalið. Eitt er þó víst. Mönnum finnst þetta kjánalegt. Stuðningsmönnum, þjálfum og jú, líka leikmönnum. Það sést í hvert einasta skiptið á svipnum á „sökudólgnum" þegar andstæðingurinn fellur í jörðina fyrir litlar sakir. „Æi common", „ertu ekki að grínast" og „stattu í lappirnar!" er það sem lesa má út úr svipbrigðum þess „brotlega" sem ýmist brjálast yfir tilburðunum eða hlær að þeim. Skiljanlega. Hegðunin er til skammar. Það versta er að nokkrum mínútum síðar liggur sá hneykslaði að ástæðulausu vængbrotinn á gólfinu. Annað kvöld mætast Keflavík og Stjarnan í oddaleik í troðfullum Ásgarði auk þess sem leikurinn verður sýndur í beinni útsendingu. Leikurinn hefur fengið vænan skammt af umfjöllun, mikið til á röngum forsendum, og eftirvæntingin er mikil. Ég ætla rétt að vona að bestu körfuboltamenn landsins leiðrétti þann misskilning sem myndast hefur eftir síðustu rimmu liðanna: Að menn spili körfubolta láréttir en ekki lóðréttir.
Dominos-deild karla Pistillinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Uppgjörið: ÍR - Stjarnan 74-80 | Garðbæingar í undanúrslit Hafa rekið þrjá þjálfara síðan Durant kom til Phoenix Suns „Vorum að veita fría sálfræðihjálp fyrir heilt samfélag“ „Við bara brotnum“ „Eru greinilega lið sem eru betri en við“ „Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“ Uppgjörið: Grindavík - Valur 82-74 | Meistararnir sendir í sumarfrí „Stuðningsmenn Dallas vilja bara ekki fyrirgefa þetta“ Spilaði í sex sekúndur til að missa ekki úr leik Dani komin alla leið í úrslitaeinvígið um titilinn „Þurfum að halda betur fókus þegar það hægist á leiknum“ Uppgjörið: Valur - Þór Ak. 75-70 | Valur sendi Þórsara í sumarfrí Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik Elvar átti stórleik og fagnaði fyrsta sigrinum í tæpa þrjá mánuði Brá þegar hún heyrði smellinn Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Haukar 81-86 | Frábær frammistaða Tinnu Guðrúnar skilaði Haukum oddaleik