Myndir/Bjarni Sv. Guðmundsson og Þórdís Þorleifsdóttir
Meðfylgjandi myndir voru teknar á Lífstölti, töltkeppni kvenna, sem fram fór í reiðhöll Harðar í Mosfellsbæ á laugardag. Mótið var einstaklega vel heppnað í ár og þétt setið í stúkunni eins og sjá má á myndunum. Það var ekki að spyrja að því að Dorrit Moussaieff forsetafrú sló í gegn í brjóstamjólkurreiðinni sem og aðrir þátttakendur.