Tónlist

Dave Grohl elskar Gangnam Style

Grohl er hrifinn af slagaranum sígilda.
Grohl er hrifinn af slagaranum sígilda. Samsett mynd/Getty
Söngvarinn og gítarleikarinn Dave Grohl hélt ræðu á SXSW-hátíðinni (South By Southwest) í Texas í dag og fór um víðan völl.

Talaði hann meðal annars um trommufærni sína og léleg hljómsveitanöfn. Nefndi hann hljómsveit sína, Foo Fighters, í því samhengi og sagði það heimskulegt nafn en eitt það erfiðasta við að stofna hljómsveit væri að finna henni nafn.

Þá rifjaði hann upp sögur frá Nirvana-árunum, talaði um nýútkomna heimildarmynd sína um Sound City-hljóðverið, og hvernig hann brást við dauða Kurt Cobain árið 1994.

Þá fór hann fögrum orðum um suður-kóreska tónlistarmanninn PSY, og viðurkenndi ást sína á slagaranum Gangnam Style.

„Ég segi það í fullri einlægni að Gangnam Style er eitt af mínum uppáhaldslögum í langan tíma," sagði Grohl, en hann talaði samfleytt í fimmtíu mínútur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×