Breska ofurfyrirsætan Naomi Campbell prýðir forsíðu rússneska tímaritsins Núméro í mars. Hin 42 ára gamla fyrirsæta hefur aldrei litið betur út, en á myndinni leyfir hún löngu leggjunum sem hún er svo þekkt fyrir að njóta sín. Campell situr ekki auðum höndum þessa dagana, en hún var einnig framan á bandarísku útgáfu Elle í febrúar og vinsældir hennar hafa sjaldan verið meiri. Það er því greinilegt að Naomi Campel er hvergi nærri hætt og mun halda áfram að starfa innan fyrirsætugeirans næstu árin.