Meðfylgjandi myndir tók ljósmyndarinn Sigurjón Ragnar á veitingastaðnum Loftið í Grand Mariner veislu á vegum NUDE magazine og Pjattrófanna í gærkvöldi. Fjöldi manns mætti og fagnaði vorinu. Eins og sjá má var andrúmsloftið frábært.
Gestum var boðið upp á ljúffenga drykki og gómsætar veitingar.
Veitingarnar voru ekki af verri endanum á Loftinu eins og sjá má í myndasafninu hér fyrir neðan.
Elín Arnar ritstjóri Vikunnar og Tobba Marínós rithöfundur og markaðsstjóri Skjásins.
Sóley Elíasdóttir framkvæmdastjóri Sóley Organics og Margrét Gústavsdóttir Pjattrófa.