Framkonur náðu Valskonum að stigum á toppi N1 deildar kvenna í handbolta eftir 17 marka sigur á Aftureldingu, 33-16, á Varmá í Mosfellsbænum í kvöld. Valskonur halda toppsætinu á betri árangri í innbyrðisviðureignum og eiga auk þess leik inni.
Framliðið var komið átta mörkum yfir í hálfleik, 14-6, og sigur liðsins var mjög öruggur eftir að liðið stakk af eftir tólf mínútna leik. Þetta var fjórði stórsigur Framliðsins í röð síðan að liðið tapaði á heimavelli á móti Val á síðasta degi janúarmánaðar.
Til að Fram vinni deildarmeistaratitilinn þarf liðið að vinna lokaleik sinn á móti Selfossi og treysta á það að Valsliðið nái aðeins einu stigi út úr tveimur síðustu leikjum sínum á móti HK og ÍBV.
Afturelding er áfram í næst neðsta sæti deildarinnar en þetta var fjórða tap liðsins í röð. Fram-liðið vann fyrri leik liðanna í vetur 33-19 í Safamýrinni.
Afturelding - Fram 16-33 (10-25)
Mörk Aftureldingar: Hekla Daðadóttir 7, Sara Kristjánsdóttir 4, Telma Frímannsdóttir 2, Þórhildur Hafsteinsdóttir 1, Vigdís Brandsdóttir 1, Sigrún Másdóttir 1.
Mörk Fram: Birna Berg Haraldsdóttir 6, Elísabet Gunnarsdóttir 6, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 4, Marthe Sördal 3, Stella Sigurðardóttir 3, Ásta Birna Gunnarsdóttir 3, Sunna Jónsdóttir 3, Guðrún Þóra Hálfdánsdóttir 2, María Karlsdóttir 2, Steinunn Björnsdóttir 1.
Sautján marka sigur Framkvenna
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið


Í beinni: Slegist um sæti í lokaumferð enska boltans
Enski boltinn

Sjáðu mörkin úr endurkomu Vestra og þrumufleyg Hallgríms
Íslenski boltinn


Bastarður ráðinn til starfa
Fótbolti


Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði
Körfubolti


Ísak Bergmann hljóp mest allra
Fótbolti
