Landaði stórri auglýsingaherferð fyrir franskt ilmvatn Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 1. mars 2013 09:30 Íslenska fyrirsætan Brynja Jónbjarnardóttir gerir það gott þessa dagana. Eins og Vísir greindi frá gekk hún sýningarpallana á tískuvikunni í New York og nú nýlega landaði hún stórri ayglýsingaherferð fyrir fyrsta ilmvatn franska fatamerkisins Carven. Brynja segir þetta vera eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sitt til þessa.Veistu hvers vegna þú varst valin til að vera andlit ilmvatnsins? „Ég veit það nú ekki alveg, ætli það hafi ekki verið vegna þess að þau sáu eitthvað í fari mínu, fannst ég ungleg, fersk og rosa sæt! Þetta er flott franskt fatamerki og ég kann mjög vel við fötin þeirra, þau eru lífleg og töff. Ég verð samt að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvernig ilmvatnið lyktaði, en það var allavega ferskt og gott."Brynja er andlit fyrsta ilmvatns franska fatamerkisins Carven.Hvernig var að taka þátt í svona stórri auglýsingaherferð? „Þetta var eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef gert hingað til. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu og það var ekki verra að takan fór fram hér og þar á strætum Parísar. Þetta var í janúar þannig að það var frekar svalt úti. Allt mjög skemmtilegt."Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég flutti til New York í lok september á síðasta ári og elska að búa hérna. Eftir flutningana hefur ferillinn minn bara farið upp á við. Síðustu mánuði hef ég meðal annars verið að vinna fyrir Bloomingdales, Nordstrom, Club Monaco og ýmislegt fleira. Það eru mörg spennandi verkefni á döfinni og ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Mér finnst þetta mjög skemmtlegt og er ákveðin í að halda áfram, að minnsta kosti í einhvern tíma," segir Brynja að lokum. Hér til hægri er hægt að sjá mjög skemmtilegt myndband frá tökum á herferðinni þar sem Brynja spreytir sig meðal annars á frönsku og almenningur fylgist með tökum á götum úti í París.Nýleg mynd af Brynju fyrir Bloomingdales. Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Íslenska fyrirsætan Brynja Jónbjarnardóttir gerir það gott þessa dagana. Eins og Vísir greindi frá gekk hún sýningarpallana á tískuvikunni í New York og nú nýlega landaði hún stórri ayglýsingaherferð fyrir fyrsta ilmvatn franska fatamerkisins Carven. Brynja segir þetta vera eitt stærsta og skemmtilegasta verkefni sitt til þessa.Veistu hvers vegna þú varst valin til að vera andlit ilmvatnsins? „Ég veit það nú ekki alveg, ætli það hafi ekki verið vegna þess að þau sáu eitthvað í fari mínu, fannst ég ungleg, fersk og rosa sæt! Þetta er flott franskt fatamerki og ég kann mjög vel við fötin þeirra, þau eru lífleg og töff. Ég verð samt að viðurkenna að ég man ekki nákvæmlega hvernig ilmvatnið lyktaði, en það var allavega ferskt og gott."Brynja er andlit fyrsta ilmvatns franska fatamerkisins Carven.Hvernig var að taka þátt í svona stórri auglýsingaherferð? „Þetta var eitt af skemmtilegustu verkefnum sem ég hef gert hingað til. Það var frábært að fá að taka þátt í þessu og það var ekki verra að takan fór fram hér og þar á strætum Parísar. Þetta var í janúar þannig að það var frekar svalt úti. Allt mjög skemmtilegt."Hvað er svo framundan hjá þér? „Ég flutti til New York í lok september á síðasta ári og elska að búa hérna. Eftir flutningana hefur ferillinn minn bara farið upp á við. Síðustu mánuði hef ég meðal annars verið að vinna fyrir Bloomingdales, Nordstrom, Club Monaco og ýmislegt fleira. Það eru mörg spennandi verkefni á döfinni og ég er mjög spennt fyrir þessu öllu saman. Mér finnst þetta mjög skemmtlegt og er ákveðin í að halda áfram, að minnsta kosti í einhvern tíma," segir Brynja að lokum. Hér til hægri er hægt að sjá mjög skemmtilegt myndband frá tökum á herferðinni þar sem Brynja spreytir sig meðal annars á frönsku og almenningur fylgist með tökum á götum úti í París.Nýleg mynd af Brynju fyrir Bloomingdales.
Mest lesið Draumurinn langþráði kostaði hana hjónabandið Lífið Stjörnufans á afmælistónleikum Gunnars Þórðarsonar Lífið Kaupmálar, framhjáhöld, félagskvíði og engin að tala saman Áskorun Sleppti gallabuxunum þegar hann giftist sinni drottningu Lífið „Bara það að fá að taka þátt er ómetanlegt“ Lífið Brenton Wood er látinn Lífið Bráðum verður hún frú Beast Lífið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Asninn að baki Asna allur Lífið Krakkatían: Þrettándinn, stjörnukerfið og barnaefni Lífið Fleiri fréttir Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira