Framsóknarflokkur næststærstur - 45 prósent tóku ekki afstöðu Karen Kjartansdóttir skrifar 1. febrúar 2013 18:30 Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. Við könnunina, sem framkvæmd var á miðvikudag af 365 fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið, var notuð ný aðferðarfræði við útreikningana en tilgangurinn með henni er að að leiðrétta skekkjur sem fjöldi óákveðinna veldur. Samkvæmt henni mælist nú Sjálfstæðisflokkurinn með 32 prósenta fylgi og missir því tæplega sex prósenta fylgi frá því í fyrri könnun ef miðað er við nýja aðferðafræði. En samkvæmt henni mældist flokkurinn með nær 38 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum og missir hann því nær sex prósent fylgis síns. Stóru tíðindi könnunarinnar eru eflaust þau að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 21 prósents fylgi og er orðinn næststærstur flokka. Fyrir tveimur vikum mældist hann með tæp þrettán prósent og bætir hann því við sig um átta prósentum. Björt framtíð er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins og mælist með rúm sextán prósent og bætir því tveimur prósentum við sig milli kannana.Fylgi Samfylkingarinnar hrynur. Flokkurinn mælist nú með 12 prósenta fylgi en var með um 20 í síðustu könnun og missir því um átta prósent stuðningsins. Samfylkingin mælist því með álíka mikið fylgi og Vinstri grænir sem njóta nú stuðnings rúmlega 11 prósenta svarenda sem er fjórum prósentum meiri stuðningur en var fyrir tveimur vikum. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra um 7 prósent af því eiga njóta hægri grænir rúmlega fjögurra prósenta. Samkvæmt þessu mun Björt framtíð fá 12 menn. Framsóknarflokkurinn kom 9 mönnum inn á þing í síðustu kosningum en myndi fá 14 menn ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkur fékk 16 menn í síðustu kosningum en fengi 21 nú. Borgarahreyfingin kom 4 mönnum inn í síðustu kosningu en þær stjórnmálahreyfingar sem hafa myndast út frá henni koma engum. Samfylkingin fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi aðeins 8 ef kosið væri í dag. Vinstri grænir fengu 14 menn fyrir fjórum árum en fengju 8 í dag. 800 manns voru spurðir. 45 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína til flokka. Tekin hefur verið upp ný aðferð við að reikna út niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi flokkanna til að leiðrétta skekkju sem orðið hefur á niðurstöðunum vegna þess hversu hátt hlutfall þeirra sem hringt er í segjast óákveðnir.Áfram eru þeir sem segjast óákveðnir spurðir í tvígang til viðbótar til að reyna að fá þá til að taka afstöðu. Fyrst eru þeir spurðir hvaða flokk þeir séu líklegir til að kjósa, og að lokum hvort þeir séu líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk. Þessi aðferðafræði var hönnuð af sérfræðingum við Háskóla Íslands, og er síðasta spurningin beinlínis hönnuð til að draga úr ofmati á fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum. Ofmatið er til komið þannig að stuðningsmenn flokksins virðast almennt ákveðnari en þeir sem kjósa aðra flokka, og tilbúnari til að gefa upp afstöðu sína. Þeir sem segjast óákveðnir í fyrstu spurningu, en gefa upp afstöðu í þeirri næstu eru mun líklegri til að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Þegar spurningarnar hafa verið reiknaðar saman er reiknað með því að þeir sem enn segjast óákveðnir muni þegar til kosninga kemur kjósa flokka í sömu hlutföllum og þeir sem gáfu upp afstöðu. Með öðrum orðum er bara reiknað með þeim sem tóku afstöðu til einhverra flokka. Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira
Framsóknarflokkurinn er næststærsti flokkur landsins og fengi tuttugu og eitt prósent atkvæða ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkurinn mælist enn stærstur en tapar einum sjötta af fylgi sínu frá því í síðustu könnun fyrir tveimur vikum. Við könnunina, sem framkvæmd var á miðvikudag af 365 fyrir Stöð 2 og Fréttablaðið, var notuð ný aðferðarfræði við útreikningana en tilgangurinn með henni er að að leiðrétta skekkjur sem fjöldi óákveðinna veldur. Samkvæmt henni mælist nú Sjálfstæðisflokkurinn með 32 prósenta fylgi og missir því tæplega sex prósenta fylgi frá því í fyrri könnun ef miðað er við nýja aðferðafræði. En samkvæmt henni mældist flokkurinn með nær 38 prósenta fylgi fyrir tveimur vikum og missir hann því nær sex prósent fylgis síns. Stóru tíðindi könnunarinnar eru eflaust þau að Framsóknarflokkurinn mælist nú með 21 prósents fylgi og er orðinn næststærstur flokka. Fyrir tveimur vikum mældist hann með tæp þrettán prósent og bætir hann því við sig um átta prósentum. Björt framtíð er samkvæmt þessu þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins og mælist með rúm sextán prósent og bætir því tveimur prósentum við sig milli kannana.Fylgi Samfylkingarinnar hrynur. Flokkurinn mælist nú með 12 prósenta fylgi en var með um 20 í síðustu könnun og missir því um átta prósent stuðningsins. Samfylkingin mælist því með álíka mikið fylgi og Vinstri grænir sem njóta nú stuðnings rúmlega 11 prósenta svarenda sem er fjórum prósentum meiri stuðningur en var fyrir tveimur vikum. Aðrar stjórnmálahreyfingar ná ekki fimm prósenta fylgi en samanlagt er fylgi þeirra um 7 prósent af því eiga njóta hægri grænir rúmlega fjögurra prósenta. Samkvæmt þessu mun Björt framtíð fá 12 menn. Framsóknarflokkurinn kom 9 mönnum inn á þing í síðustu kosningum en myndi fá 14 menn ef gengið yrði til kosninga í dag. Sjálfstæðisflokkur fékk 16 menn í síðustu kosningum en fengi 21 nú. Borgarahreyfingin kom 4 mönnum inn í síðustu kosningu en þær stjórnmálahreyfingar sem hafa myndast út frá henni koma engum. Samfylkingin fékk 20 þingmenn í síðustu kosningum en fengi aðeins 8 ef kosið væri í dag. Vinstri grænir fengu 14 menn fyrir fjórum árum en fengju 8 í dag. 800 manns voru spurðir. 45 prósent neituðu að gefa upp afstöðu sína til flokka. Tekin hefur verið upp ný aðferð við að reikna út niðurstöður skoðanakönnunar Fréttablaðsins og Stöðvar 2 á fylgi flokkanna til að leiðrétta skekkju sem orðið hefur á niðurstöðunum vegna þess hversu hátt hlutfall þeirra sem hringt er í segjast óákveðnir.Áfram eru þeir sem segjast óákveðnir spurðir í tvígang til viðbótar til að reyna að fá þá til að taka afstöðu. Fyrst eru þeir spurðir hvaða flokk þeir séu líklegir til að kjósa, og að lokum hvort þeir séu líklegri til að kjósa Sjálfstæðisflokkinn eða annan flokk. Þessi aðferðafræði var hönnuð af sérfræðingum við Háskóla Íslands, og er síðasta spurningin beinlínis hönnuð til að draga úr ofmati á fylgi Sjálfstæðisflokksins í könnunum. Ofmatið er til komið þannig að stuðningsmenn flokksins virðast almennt ákveðnari en þeir sem kjósa aðra flokka, og tilbúnari til að gefa upp afstöðu sína. Þeir sem segjast óákveðnir í fyrstu spurningu, en gefa upp afstöðu í þeirri næstu eru mun líklegri til að kjósa aðra flokka en Sjálfstæðisflokkinn. Þegar spurningarnar hafa verið reiknaðar saman er reiknað með því að þeir sem enn segjast óákveðnir muni þegar til kosninga kemur kjósa flokka í sömu hlutföllum og þeir sem gáfu upp afstöðu. Með öðrum orðum er bara reiknað með þeim sem tóku afstöðu til einhverra flokka.
Kosningar 2013 Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Sjá meira