Uppselt á Sónar Reykjavík 6. febrúar 2013 14:30 Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME. Sónar Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Uppselt er á tónlistarhátíðina Sónar Reykjavík. Þetta var tilkynnt á Facebook-síðu hátíðarinnar í morgun. Sónar Reykjavík fer fram aðra helgi, 15. og 16. febrúar. Notast verður við fjögur svið í Hörpu og verður spilað á þeim samtímis. Auk tveggja aðalsviða í Silfurbergi og Norðurljósum verður hluta af bílastæðinu í kjallara Hörpunnar breytt í næturklúbb þar sem hinir ýmsu plötusnúðar halda uppi stemningu. Eitt svið til viðbótar verður svo sett upp í Flóahorninu á fyrstu hæð Hörpunnar. Sónar er ein af þekktari tónlistarhátíðum Evrópu. Hún hefur verið haldin í Barcelona á Spáni frá árinu 1994. Frá 2002 hefur hátíðin fært út kvíarnar og verið haldin í São Paulo, Tókýó og Höfðaborg. Að undanförnu hafa London, Frankfurt, Seúl og Buenos Aires bæst í hópinn og núna er röðin komin að Íslandi. Samanlagt sækja um 150 þúsund manns hátíðina á ári hverju. Björn Steinbekk er aðalskipuleggjandi hátíðarinnar hér á landi. 50 listamenn koma fram á þessum tveimur dögum. Dagskráin hefst báða dagana klukkan 18 og stendur yfir til klukkan þrjú um nóttina. Meðal þeirra sem koma munu fram eru James Blake, Squarepusher, Modeselektor, Alva Noto & Ryuichi Sakamoto, LFO, Simian Mobile Disco, Diamond Version, GusGus, Trentemøller (DJ set), Ásgeir Trausti, Mugison, Pachanga Boys, Tale of Us, John Talabot, Retro Stefson, Ólafur Arnalds , Gluteus Maximus, Axel Boman, Kasper Björke, Dasha Rush, Thugfucker, Ghostigital , Samaris, Pedro Pilatus, Valgeir Sigurdsson, Sóley, Bloodgroup, Human Woman, Paul Corley, Sísý Ey, Captain Fufanu, DJs With Bad Haircuts , Sin Fang, Yagya, Kippi Kaninus, Úlfur, Martin Kling, CasaNova, Oculus, Skeng, DJ Yamaho, DJ Andrés, Óli Ofur, Hermigervill , Kalli & Ewok, Jack Magnet Quintet , Terrordisco og BenSol. Hundruðir manna eru búnir að kaupa miða erlendis frá og einnig hafa um þrjátíu erlendir blaðamenn boðað komu sína á hátíðina, meðal annars frá The Guardian, The Sunday Times og NME.
Sónar Tónlist Mest lesið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tíska og hönnun Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Lífið Endurheimti lífsgleðina við gerð ostabakkanna Lífið Umdeild mormónadrottning nýja piparjónkan Lífið Ástrós Trausta, John Legend og Bæjarins Beztu í Kjós Lífið Leikari, óperusöngvarar og sjómaður vilja stýra óperunni Menning Leifur Andri og Hugrún selja íbúðina í Garðabæ Lífið Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Tíska og hönnun Á leið á heimsmeistaramót í drifti: „Íslendingarnir eru til, við getum þetta líka“ Lífið Fleiri fréttir Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“