Það getur verið erfitt að vera ungur afreksíþróttamaður í Bandaríkjunum. Sérstaklegar þegar fjölskyldan vill fara að taka ákvarðanir fyrir íþróttamanninn.
Í gær skrifuðu efnilegustu framhaldsskólanemarnir í amerískum fótbolta undir hjá háskólum. Allt gekk það snuðrulaust hjá öllum nema hlauparanum efnilega, Alex Collins.
Hann hafði ákveðið að fara í Arkansas-háskólann en verður að bíða aðeins því móðir hans neitaði að skrifa undir pappírana.
Hún vill að hann spili með Miami-háskóla þar sem sá skóli sé nær heimilinu. Aðrir fjölskyldumeðlimir styðja þá ákvörðun.
"Ég vil sjá hann fara í Miami því skólinn hentar honum betur að mínu viti. Svo kemst hann fljótar heim og mamma getur keyrt á leiki í stað þess að þurfa að fljúga til Arkansas," sagði Johnny bróðir Alex.
Mamman vill ráða hvar sonurinn spilar háskólabolta

Mest lesið


Fékk dauðan grís í verðlaun
Fótbolti



„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn



„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti