Smelltu á mynd til að sjá fyrirsætuna við önnur tilefni í myndasafni.
Fyrirsætan Kate Upton, 20 ára, er klædd í bikiníbuxur og úlpu á forsíðu tímaritsins Sports Illustrated þetta árið.
Kate, sem prýddi einnig forsíðu blaðsins í fyrra, var mynduð um borð í skipi sem sigldi í kringum Suðurskautið.
Myndirnar voru teknar í desember á síðasta ári en staðurinn var sérstaklega valinn svo Kate gæti pósað léttklædd í sjö heimsálfum landfræðilega séð fyrir þetta eina tímarit sem er mjög vinsælt vestan hafs.