Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - HK 32-34 | HK áfram í bikarnum Benedikt Grétarsson skrifar 22. janúar 2013 16:35 Myndir / Valgarður Gíslason HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“ Olís-deild kvenna Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira
HK sló Stjörnuna úr leik í 16-liða úrslitum Símabikars kvenna í handbolta eftir hörskuspennandi viðureign í Garðabæ. Jafnræði var með liðunum í kvöld en HK skoraði þrjú a síðustu fjórum mörkum leiksins og tryggði sér þar með sigur á lokamínútunum. Leikurinn fór af stað með miklum látum og liðin voru búin að skora 8 mörk þegar tæpar 7 mínútur voru liðnar, staðan 4-4 og ágæt tilþrif sáust frá báðum liðum. Gestirnir, með Brynju Magnúsdóttur í miklum ham, náðu góðum kafla og komust tveimur mörkum yfir, 4-6. Þjálfari Stjörnunnar, Skúli Gunnsteinsson, fannst vænlegast að taka leikhlé og þrumaði yfir sínum leikmönnum. Ræðan frá Skúla virtist ekki hafa tilætluð áhrif og HK-stúlkur náðu fjögurra marka forystu þegar rúmar 10 mínútur voru til hálfleiks. Brynja hélt áfram að hrella vörn Stjörnukvenna og Arna Björk Almarsdóttir var mjög sterk á línunni hjá gestunum. Stjarnan spýtti í lófana og Rakel Dögg Bragadóttir fór að skjóta meira á markið, ásamt því að leika samherja sína uppi með góðum sendingum. Mörkin fóru að koma úr öllum áttum en svo fór að HK hafði eins marks forystu í hálfleik, 16-17. Stjörnukonur virtust koma ágætlega stemmdar til leiks eftir tesopann og þegar fimm mínútur voru liðnar af síðari hálfleik voru þær komnar yfir, 20-19. Heimastúlkur fóru að ganga betur út í stórskyttuna Brynju Magnúsdóttur og riðlaði það sóknarleik gestana til muna. Svo virtist sem þrautreyndir leikmenn Stjörnunnar ætluðu að klára ungt lið HK og þegar einungis átta mínútur lifðu af leiknum var Stjarnan með þriggja marka forystu, 30-27, og ekkert sem benti til annars en heimasigurs. Þá varð ótrúlegur viðsnúningur á leiknum. Leikmenn Stjörnunnar hentu frá sér boltanum trekk í trekk og ekki voru frekar vafasamir brottrekstrar að hjálpa þeim. Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir fór gjörsamlega á kostum í liði HK á þessum kafla og skoraði þessi efnilegi leikmaður 5 af síðustu 7 mörkum HK í leiknum. Lokastaðan 32-34 fyrir HK sem er komið í 8-liða úrslit Símabikarsins en Stjörnukonur þurfa að bíta í það súra epli að detta úr keppninni á heimavelli sínum. Leikmenn HK spiluðu með hjartanu í kvöld og virtust einfaldlega hafa meiri áhuga á leiknum en leikmenn Stjörnunnar. Brynja Magnúsdóttir skoraði 11 mörk og var frábær í liði gestana. Áðurnefnd Valgerður Ýr spilaði gríðarlega vel, sérstaklega í síðari hálfleik og Arna var grimm á línunni. Það er valin leikmaður í hverju rúmi hjá Stjörnunni en hlutirnir voru ekki að falla með liðinu í kvöld. Markaskorun dreifist vel hjá liðinu en Rakel Dögg var þeirra best í kvöld með fín mörk og nokkrar gullfallegar línusendingar.Hilmar Guðlaugsson: Frábær vörn og markvarsla á ögurstundu Hilmar Guðlaugsson, þjálfari HK, brosti breitt í leikslok. „Við fáum rosalega sterka vörn og markvörslu hér í lokin á ögurstundu og þetta gerði gæfumuninn í kvöld. Markvarslan var ekkert sérstök lengstum í leiknum en datt svo inn á hárréttu augnabliki.“ Hilmar var alveg tilbúinn að skella einni bikar-klisju á blaðamann eftir leikinn. „Mér er alveg sama hvaða mótherja við fáum í næstu umferð. Það er bara meiriháttar gaman að vera komnar áfram í þessum bikar. Ég vil samt fá heimaleik í næstu umferð,“ sagði Hilmar kankvís í lokin.Valgerður Ýr: Nóg bensín á tanknum Valgerður Ýr Þorsteinsdóttir átti frábæran leik fyrir HK, ekki síst undir lok leiksins. „Það þýðir ekkert annað en að hafa nóg af bensíni á tanknum í svona leikjum og það höfum við svo sannarlega í kvöld.“ Valgerður braust hvað eftir annað í gegnum vörn Stjörnunnar í kvöld. „Það mæðir mikið á Brynju (Magnúsdóttur) í sókninni hjá okkur og þegar hún fer aðeins að þreytast þurfum við hinar að stíga upp og sýna hvað við getum. Ég er sátt við mína frammistöðu og auðvitað að vera komnar áfram í bikarnum.“Rakel Dögg: Ekkert samræmi í dómgæslunni Rakel Dögg Bragadóttir átti ágætan leik í kvöld fyrir Stjörnuna en var skiljanlega svekkt í leikslok. „Vörnin hættir að virka og markvarslan var ekki nógu góð heldur. Við byrjum að gera tæknifeila í sókninni og þær fá hraðaupphlaup í kjölfarið.“ Rakel var ekki sátt við dómgæsluna í leiknum. „Botninn dettur úr þessu hjá okkur þegar við förum að fá einhverjar óskiljanlegar brottvísanir á okkur. Mér fannst vanta allt samræmi í dómgæsluna í þessum leik.“
Olís-deild kvenna Mest lesið Linsan datt út en varði samt tvö víti Enski boltinn Sjáðu mörkin úr einum ótrúlegasta hálfleik í sögu Meistaradeildarinnar Fótbolti Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund Íslenski boltinn Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Golf Ragnar við toppinn í Fantasy: „Er þetta ekki rólegasti tíminn fyrir rithöfunda?“ Enski boltinn Í beinni: Keflavík - Njarðvík | Suðurnesjaslagur í umspili Íslenski boltinn Brot af því besta úr DocZone: „Er þetta ekki hættulegt?“ Enski boltinn Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Íslenski boltinn Sonur Rickys Hatton tjáir sig: „Elska þig, pabbi“ Sport Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Sjá meira