Eiginkonan þurfti að biðjast afsökunar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2013 19:30 Anna Burns Welker og Wes Welker. Mynd/Nordic Photos/Getty Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel. New England Patriots tapaði þá 13-28 fyrir spútnikliði Baltimore Ravens á sunnudaginn þar sem liðið náði ekki að skora stig í seinni hálfleiknum. Wes Welker, aðalútherji liðsins, átti fínan fyrri hálfleik en eins og fleiri í liðinu þá hvarf hann í þeim seinni. Eiginkona hans Anna Burns Welker fór mikinn á fésbókarsíðu sinni eftir leikinn og reyndi að gera lítið úr aðalhetju Baltimore Ravens liðsins - varnarmanninum Ray Lewis. „Ég er stolt af eiginmanni mínum og Pats-liðinu. En ef einhverjum leiðist farið þá endilega á Wikipedia-síðuna hans Ray Lewis. Sex börn með fjórum konum. Sýknaður af morðákæru þar sem hann borgaði fjölskyldunni á bak við tjöldin. Vei. Þvílíkur Frægðarhallar leikmaður. Sönn fyrirmynd," skrifaði Anna Burns Welker inn á fésbókarsíðu sína. Burns Welker sá síðan að sér, eyddi færslunni af síðunni sinni og sendi í framhaldinu frá sér afsökunarbeiðni. „Ég sé mikið eftir skrifum mínum. Ég lét keppnisskapið og það sem fólk var að skrifa inn á síðuna mína, um liðið sem ég elska, hafa áhrif á mig. Tilfinningarnar báru mig hreinlega ofurliði og ég hugsaði ekki rökrétt. Ég bið Ray Lewis afsökunar sem og alla þá sem skrif mín komu við. Það er mikið afrek að komast í úrslitakeppnina og tímabundin pirringur minn má ekki skyggja á frábæran árangur þessara stórkostlegu liða," sagði í afsökunarbeiðni frá frú Wes Welker. NFL Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira
Það kom mörgum á óvart þegar New England Patriots datt úr leik í úrslitakeppni ameríska fótboltans um síðustu helgi og eiginkona eins frægasta leikmanns liðsins tók tapinu ekki alltof vel. New England Patriots tapaði þá 13-28 fyrir spútnikliði Baltimore Ravens á sunnudaginn þar sem liðið náði ekki að skora stig í seinni hálfleiknum. Wes Welker, aðalútherji liðsins, átti fínan fyrri hálfleik en eins og fleiri í liðinu þá hvarf hann í þeim seinni. Eiginkona hans Anna Burns Welker fór mikinn á fésbókarsíðu sinni eftir leikinn og reyndi að gera lítið úr aðalhetju Baltimore Ravens liðsins - varnarmanninum Ray Lewis. „Ég er stolt af eiginmanni mínum og Pats-liðinu. En ef einhverjum leiðist farið þá endilega á Wikipedia-síðuna hans Ray Lewis. Sex börn með fjórum konum. Sýknaður af morðákæru þar sem hann borgaði fjölskyldunni á bak við tjöldin. Vei. Þvílíkur Frægðarhallar leikmaður. Sönn fyrirmynd," skrifaði Anna Burns Welker inn á fésbókarsíðu sína. Burns Welker sá síðan að sér, eyddi færslunni af síðunni sinni og sendi í framhaldinu frá sér afsökunarbeiðni. „Ég sé mikið eftir skrifum mínum. Ég lét keppnisskapið og það sem fólk var að skrifa inn á síðuna mína, um liðið sem ég elska, hafa áhrif á mig. Tilfinningarnar báru mig hreinlega ofurliði og ég hugsaði ekki rökrétt. Ég bið Ray Lewis afsökunar sem og alla þá sem skrif mín komu við. Það er mikið afrek að komast í úrslitakeppnina og tímabundin pirringur minn má ekki skyggja á frábæran árangur þessara stórkostlegu liða," sagði í afsökunarbeiðni frá frú Wes Welker.
NFL Mest lesið Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Calvert-Lewin hættir ekki að skora Enski boltinn Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Enski boltinn Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Handbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Sport Fleiri fréttir Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Dagskráin í dag: Stjörnur eiga leik á HM, NFL og enski Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Madrídingar anda ofan í hálsmálið á Börsungum Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Orri Steinn kominn með nýjan þjálfara Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Real Madrid - Sevilla | Tekst að róa ástandið fyrir jól? Willum spilaði sinn fyrsta leik í tæpa fjóra mánuði Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Skagastrákarnir áttu misjöfnu gengi að fagna Guðrún Brá tveimur höggum frá því að öðlast fullan keppnisrétt á LET Afríkukeppnin verður haldin á fjögurra ára fresti Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Gagnrýndi Paul: „Beið eftir að verða sleginn“ Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Rekinn af HM eftir að hafa fallið á lyfjaprófi „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ Joshua kjálkabraut Paul KA-menn fengu góða jólagjöf Sjá meira